fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Arnþrúður þarf að greiða 3,3 milljónir króna           

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. maí 2018 14:18

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var í dag dæmd til að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Frá þessu greinir fréttavefur Vísis.

Málið snerist um það að hlustandinn, kona, hafði lagt peninga inn á bankareikning Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning Útvarps Sögu. Snerist deilan um það hvort um lán eða styrk hefði verið að ræða; forsvarsmenn Útvarps Sögu töldu að um styrk væri að ræða en konan hélt því fram að um væri að ræða lán.

Um var að ræða 3,6 milljónir króna í fjórum millifærslum árin 2016 og 2017.

Héraðsdómur hefur nú sem fyrr segir komist að þeirri niðurstöðu að Arnþrúður þurfi að greiða 3,3 milljónir til baka. Þá þarf hún að greiða 620 þúsund krónur í málskostnað. Að því er Vísir greinir frá verður málinu áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill