fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Myndband: Sauðfjárbændur eru sorrý og vilja verða vegan undir tónum Justin Bieber

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauðburður er nú að klárast hjá bóndanum Þórlaugu Guðmundsdóttur í Grindavík, en myndband af henni fyrir tveimur árum síðan vakti mikla kæti á YouTube. Af því tilefni var ákveðið að gera nýtt myndband þar sem Þórlaug segist sorrý og stefna að því að vera vegan eða hvað?

„Það var tilvalið að halda upp á tveggja ára afmælið með því að gera nýtt sauðfjármyndband með mömmu,“ segir Hanna Sigurðardóttir, dóttir Þórlaugar, en hún og Teresa Birna Björnsdóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, skesta og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði.

Það eru mæðgurnar sem leika í myndbandinu, ásamt Höllu Þórðardóttur og Grétari. Anna Sigríður Sigurðardóttir sér um sönginn og Hanna semur íslenskan texta við lag Justins Bieber Sorry.

Öll búa þau í Grindavík, en þar styttist óðfluga í bæjarhátíðina Sjóarinn síkáti, sem haldin verður að vanda um sjómannahelgina, fyrstu helgina í júní. Í fyrra gerði Hönter myndir myndband við lagið Despacito sem sló rækilega í gegn í heimabænum og víðar. Lagið var gert fyrir Appelsínugula hverfið, en bærinn skiptist í fjögur litahverfi fyrir bæjarhátíðina Sjóarinn síkáti.

Hafa má samband við Hönnu og Teresu hjá Hönter myndum í gegnum Facebooksíðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás