Myndin, sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury fram að Live Aid tónleikunum árið 1985, hefur verið í vinnslu síðan árið 2010, en upphaflega átti Sacha Baron Cohen að fara með hlutverk Mercury. Deilur við meðlimi Queen urðu þó til þess að hann hætti við og einnig var leikstjórinn Bryan Singer rekinn eftir mikla fjarveru vegna veikinda.
En maður kemur í manns stað og fer Rami Malek, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mr. Robot, með hlutverk Mercury og Dexter Fletcher leikstýrir.
Kvikmyndin verður frumsýnd 24. október í Bretlandi, 2. nóvember í Bandaríkjunum, en hér á landi 26. desember.