fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Kynning

Fjölbreytt sumarnámskeið Ármanns: Íþróttir og leikir í útivistarparadísinni í Laugardal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann býður upp á fjölbreytt og spennandi sumarnámskeið fyrir börn sem byrja 1.  júní og standa út sumarið. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 5–10 ára fyrir utan að sundnámskeið ná upp í 12 ára aldur.

Fjölgreinaskólinn er tíu daga námskeið sem boðið verður upp á nokkrum sinnum í sumar, fyrsti hópur fer af stað strax núna um mánaðamótin. Námskeiðið fer fram í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum og börnin fá að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum.

Fimleikaskólinn er faglegt eins vikna námskeið þar sem fléttað er saman fimleikum, leikjum, útiveru og öðrum íþróttum. Frábærar aðstæður eru til að stunda fimleika og aðrar íþróttir í kringum fimleikahús Ármanns í Laugardalnum þar sem námskeiðið fer fram. Námskeið Fimleikaskólans er þannig byggt upp að alla jafna eru fimleikar á morgnana og svo útivera og aðrar íþróttir eftir hádegi. Farið verður í sund, Húsdýragarðinn og ýmsar aðrar vettvangsferðir í nágrenninu.

Sundnámskeið verða í boði frá 11. júní og eru þau haldin í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Sundþjálfarar sjá um námskeiðin og verða leiðbeinendur þeim til aðstoðar í lauginni og sækja börnin inn í sturtur. Foreldrar þurfa að aðstoða börnin við að klæða sig ef þess þarf.

Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni armenningar.is, þar á meðal verð, tímasetningar og ýmis önnur hagnýt atriði sem mikilvægt er að foreldrar kynni sér. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið sumarskoli2018@gmail.com. Skráning á námskeiðin fer fram á vefsíðunni https://armenningar.felog.is/ undir heitunum Fjölgreinaskólinn, Fimleikaskólinn og Sundskólinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi