fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Þórólfur fann rottufót í salatinu: „Við misstum matarlystina“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í marsmánuði árið 1987 fann neminn Þórólfur Sigurðsson fót af rottu í salati sem hann var að borða.

Í samtali við DV 10. mars sagði hann: „Við vorum að borða folaldasnitsel og með því var borið fram danskt grænmetissalat sem keypt hafði verið djúpfryst í verslun í Reykjavík. Vissum við ekki fyrr en rottufótur stóð upp úr grænmetisskálinni, öllum til hrellingar. Við misstum matarlystina.“

Grænmetissalatinu var pakkað í nóvember árið 1985 og hafði geymsluþol í 18 mánuði við mínus 18 gráður á Celsíus.

„Það er í sjálfu sér ógeðfellt að fá rottufót í matinn en hitt þótti okkur ekki síður forvitnilegt hvar afgangurinn af dýrinu væri niðurkominn,“ sagði Þórólfur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“