fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Lars von Trier gengur of langt: Yfir 100 manns löbbuðu út af frumsýningu

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikstjórinn Lars von Trier verður seint þekktur fyrir að gera öllum til geðs og virðist kunna lagið á því að valda uppnámi á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en í gær frumsýndi hann nýjustu mynd sína, The House that Jack Built við afleitar viðtökur sýningargesta.

Yfir 100 manns löbbuðu út af sýningunni og létu ýmsir gestir í sér heyra á samfélagsmiðlum til að vara áhorfendum við því sem þeir sáu. Margir hverjir voru sammála um að pyntingarsenur myndarinnar væru fyrir neðan öll velsæmismörk og mælir einn gagnrýnandinn á Twitter myndin sé „ógeðsleg, tilgerðarleg og pínleg,” á meðan aðrir bæta við að svona eigi ekki að vera framleitt, að leikstjórinn sé genginn fulllangt.

Viðbrögð má sjá að neðan, en hafa skal það í huga að fáein tíst greina frá lykilatriðum myndarinnar.

Hljómurinn var eilítið jákvæðari í þessum:

Með helstu hlutverk fara Matt Dillon, Riley Keough, Bruno Ganz og Uma Thurman. The House that Jack Built gerist á 12 árum og segir söguna af eldklárum raðmorðingja að nafni Jack (Dillon), sem þjáist af áráttuþráhyggju og telur dráp vera eins konar listaverk.

Stikla fyrir myndina var gefin út skömmu fyrir frumsýninguna og má hana sjá að neðan.

Þetta er í fyrsta sinn sem Lars von Trier mætir aftur á kvikmyndahátíðina eftir bannið árið 2011, þegar hann lýsti yfir samúð með Ad­olf Hilter og grínaðist með það að vera nasisti á blaðamanna­fundi.

Þar áður gerði hann allt vitlaust með kvikmyndinni Anti-Christ árið 2009 sökum innihaldsins í henni. En af ofangreindum ummælum að dæma er nokkuð ljóst að The House That Jack Built sé alls ekki fyrir viðkvæma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“