Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er lokaður en það er þó enn verið að ræða ýmis mál.
Hér má sjá það helsta í pakkanum í dag.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Tottenham gæti þurft að selja Harry Kane til að borga fyrir nýjan völl liðsins. (Standard)
Manchester United hefur ákveðið að blanda sér í baráttuna um Jorginho, miðjumann Napoli. (MEN)
Sam Allardyce mun fá að vita það í næstu viku hvort hann haldi áfram sem stjóri Everton eða ekki. (Guardian)
Fiorentina þarf ekki að selja ungstirnið Federico Chiesa sem er orðaður við bæði Tottenham og Chelsea. (Sky)
Borussia Monchengladbach og RB Leipzig vilja bæði fá Rhian Brewster, 18 ára gamlan leikmann Liverpool. (Mirror)
Wolves vill kaupa Ahmes Musa sem hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Leicester. (Birmingham Mail)