Páll Magnússon um fréttamenn sem vinna við harðkjarna fréttamennsku
„Ég held, þótt ekki væri nema í sjálfsverndarskyni fréttamannanna, þá ættu þeir að láta vera að flagga sínum pólitísku skoðunum. Þeir eiga að stilla sig um það og tala um eitthvað annað á samfélagsmiðlum,“ segir Páll Magnússon í viðtali við DV. „ Það rýrir trúverðugleika fréttamanna og traust bæði viðmælenda og hlustenda á þeim ef þeir eru mikið að básúna eigin skoðanir. Þá er alltaf grunur um að það sé annað erindi á bak við spurningar viðkomandi fréttamanns en felst í spurningunni sjálfri,“ segir hann.