Fyrirtækið Raufarhóll hyggst leiga Raufarhólshelli austan Bláfjalla og hefja þar gjaldtöku í byrjun næsta árs. Um er að ræða fjórða stærsta hraunhelli landsins og þann stærsta utan Hallmundarhrauns. Á meðal þeirra fjárfesta sem standa að baki Raufarhóli er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem sem kenndur er við samlokukeðjuna Subway.
Frá þessu greinir RÚV en félagið hyggst bjóða upp á skipulagðar ferðir í hellinn. Þá er einnig áætlað að leggja stíg inn í hellinn og koma fyrir ljósabúnaði auk móttöku fyrir ferðamenn sem heimsækja hellinn.
Raufarhólshellir er á náttúruminjaskrá en Umhverfisstofnun hefur áður lýst því yfir að óheimilt sé að rukka gjald á svæðum sem þar eru skráð. Ákvæði í lögum um náttúruvernd heimila þó innheimtu gjalds fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum.
Gjaldtaka á íslenskum náttúruperlum hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri. Þannig greindi DV frá því á dögunum að gjaldtaka hefði hafist við Víðgelmi þann 15 maí síðastliðinn og þarf hver fullorðinn einstaklingur nú að greiða 6500 krónur fyrir að skoða hellinn.