Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, fór fram á það í dag við Þórð Sverrisson, stjórnarformann Hörpu, um að laun hennar verði lækkuð um 20% afturvirkt til 1.janúar. Yrðu þá launin hennar 1.308. 736, eða þau sömu og í úrskurði kjararáðs. Launahækkun hennar hefur vakið miklar deilur, sér í lagi í ljósi þess að þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig launalækkun síðasta janúar.
Svanhildur greinir frá þessu á Fésbók og segir málið hafa truflað mikilvægt verkefni, sem sé rekstur Hörpu. „Friður um Hörpu er ofar öllu,“ segir Svanhildur.