fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Eyrarbakki: Söguferð um safnaflóruna, áhugaverð og merk saga

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Eyrarbakka er safnaflóra þar sem boðið er upp á nokkur fróðleg og merk söfn og fræðast má um sögu og daglegt líf fólks á fyrri tímum. Söfnin eru opin alla daga frá 1. maí til 30. september og því tilvalið að gera sér ferð á Eyrarbakka og líta á söfnin og kynna sér söguna.

Húsið: Þar er sögð saga þessa merka húss sem byggt var árið 1765 og er í hópi elstu húsa á Íslandi. Það var kaupmannssetur frá upphafi til ársins 1927 þegar Eyrarbakki var verslunarstaður Sunnlendinga. Hægt er að skoða þessa merku byggingu hátt og lágt og er sagan við hvert fótspor. Í borðstofunni eru sérsýningar safnsins haldnar. Í viðbyggingunni, Assistentahúsinu, eru valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir gestum og má þar meðal annars sjá nýlega sýningu um Vesturheimsferðir. Fyrir norðan Assistentahúsið er Eggjaskúrinn með áhugaverðri náttúrusýningu.

Húsið á sumardegi.

Kirkjubær: Kirkjubær er lítið bárujárnsklætt timburhús sem byggt var 1920 og var upphaflega heimili almúgafólks og sumarhús síðustu áratugina. Kirkjubær er nýjasta viðbótin við safnaflóruna á Eyrarbakka og þar er mjög áhugaverð sýning sem nefnist Draumur aldamótabarnsins og segir frá alþýðufólki á tímabilinu 1920 til 1940. Sjón er sögu ríkari.

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Þar segir frá sjómennsku, handverksfólki og félagslífi Eyrbekkinga á tímabilinu 1850 til 1950. Stærsti og merkasti gripurinn á sjóminjasafninu er áraskipið Farsæll sem smíðað var á Eyrarbakka árið 1915 af Steini Guðmundssyni, afkastamiklum skipasmið. Í eigu Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka er beitningaskúr sem stendur við aðalgötuna og er hann opinn fyrir hópa eftir samkomulagi.

Skólahópur í sjóminjasafninu.

Sumarsýningin Marþræðir tileinkuð fullveldisárinu

Þann 4. maí síðastliðinn var opnuð sumarsýning Byggðasafns Árnesinga, Marþræðir, en hún er tileinkuð fullveldisárinu 1918 með nýstárlegu móti. Listamaðurinn Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir okkur fullveldisárið þar sem sjávargróður og önnur náttúra fyllir rýmið og listaverk hennar samtvinnast safneign og sýna okkur söguna á frumlegan hátt. Fjörunytjar eru mikilvægasti þráður sýningarinnar og hráefni eins og sjávargróður ásamt ullinni vísa í bjargræði fólks þegar illa áraði. Sýningin er opin á sama tíma og safnið allt og stendur til 30. september.

Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir.

Opnunartími allra safna er kl. 11–18 alla daga til 3. september næstkomandi. Á veturna er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi.

Aðgangseyrir er 1.000 kr., en 800 kr. fyrir hvern í hóp ef 10 og fleiri.

Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni husid.com, netfanginu husid@husid.com og í símum 483-1504, 483-1082 og hjá safnstjóra, Lýði Pálssyni, 891-7766.

Lýður Pálsson safnstjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“