fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

HEIMILI: Meirihluti þjóðarinnar býr einn eða án barna – Þyrftum að bæta við 38 þúsund íbúðum miðað við núverandi fólksfjölda

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitölufjölskyldan hefur ekki sömu stöðu í þjóðfélaginu og hún gerði áður. Allt fram að síðustu áratuga tuttugustu aldarinnar heyrði það til undantekinga að fullorðið fólk væri ekki í sambúð og byggi ekki með börnum sínum.

Þar fór það: Vísitölufjölskyldan er komin í minnihluta.

Með aukinni skilnaðartíðni og hækkandi meðalaldri hefur þetta þó breyst mjög hratt og nú greina flestar spár um fjölgun íbúða í löndunum kringum Ísland út á að fjölgunin verði hraðari en sjálf íbúafjölgunin.

Greiningin var birt hjá Samtökum Iðnaðarins og V.B greindi frá í gær.

Við þyrftum 174 þúsund íbúðir

 

Í dag búa yfir 350 þúsund menn, konur og börn á Íslandi en heildarfjöldi íbúða er rétt rúmlega 138 þúsund.

Þetta þýðir að nú búa um 2,5 íbúar í hverri íbúð, en það hlutfall hefur farið lækkandi jafnt og þétt víðast hvar um hinn vestræna heim.

Ef hlutfallið hér á landi væri hins vegar eins og meðaltalið á hinum Norðurlöndunum þyrftu íbúðirnar að vera ríflega 174 þúsund.

Það er að segja; við þyrftum að bæta við ríflega 38 þúsund íbúðum miðað við núverandi fólksfjölda.

Viðskiptablaðið greindi frá því að í mars s.l hafi um 4 þúsund íbúðir verið í byggingu á Íslandi, eða nánar tiltekið 4.093 íbúðir samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins.

Samtökin benda á að þó við séum einhverju árum á eftir hinum Norðurlöndunum, þar sem lækkandi fæðingartíðni, hækkandi meðalaldur og fleiri þættir hafa aukið þörfina á minni íbúðum, séum við þó að feta á sömu braut.

Meirihlutinn þarf minni íbúðir 

Staðreyndin er sú að fjölskyldustærðir hafa minnkað og fleiri og fleiri búa nú einir eða eru í sambúð án barna. Árið 2001 átti þetta við um 46% íbúa landsins en nú eru þau sem þannig háttar á komin í meirihluta, eða 55%.

Þá tengist það einnig þróuninni að metfjöldi erlends vinnuafls flutti til landsins á síðasta ári og fjölgaði þannig íbúum landsins um 10 þúsund. Svo bætist það við að 8 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því. Landkynningin hefur semsagt skilað sér á nokkuð vel, svo vel að margir hafa valið að setjast hér að.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins fjölgaði þjóðinni um 2,1 þúsund og þar af fluttust 1.710 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins heldur en frá því.

Fram að hruni lækkaði fjölda íbúa á hverja íbúð jafnt og þétt. Í hruninu var talan komin niður í 2,5 íbúa á hverja íbúð og hefur staðið í stað síðan þá. Samanburðurinn er m.a. gerður við önnur vestræn ríki mitt á milli Bandaríkjanna og Póllands, en á sínum hvorum enda skalans eru Mexíkó og Svíþjóð.

Segja samtökin að sú staðreynd að þróunin hafi staðnað þá sýni að fjölgun íbúða hafi alls ekki verið að fylgja eftir lýðfræðilegri þróun síðasta áratuginn.

Smiðir – Spýtið í lófa og brettið upp ermar!

Eins og gefur að skilja hefur mjög lítið verið byggt hér á landi frá hruni,  eða að jafnaði aðeins tæplega 800 nýjar íbúðir á hverju ári milli áranna 2009 og 2016. Á síðasta ári voru þær þó tæplega 1800 sem er þróun í rétta átt.

Á sama tíma hefur meðalaldur þjóðarinnar hækkað og ef horft er á aldursbil hefur fjölgunin verið mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri.

Þannig fjölgaði í þeim hópi um 63% frá árinu 2000 meðal heildaríbúafjöldi landsins jókst um 25%.

Hugsi nú hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja