Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er lokaður en það er þó enn verið að ræða ýmis mál.
Hér má sjá það helsta í pakkanum í dag.
————
Leicester vill að David Wagner taki við liðinu í sumar. (Times)
Alvaro Morata gæti farið til Juventus í sumar og Chelsea horfir til Edinson Cavani. (Tuttosport)
Chelsea er á undan Liverpool í baráttunni um Nabil Fekir miðjumann Lyon. (Star)
Arsenal vill að Massimo Allegro þjálfari Juventus eða Luis Enrique taki við. (Sky)
Enrique gæti reynst of dýr því hann vill 15 milljónir punda á ári eftir skatt. (Mirror)
Arsenal fer í Carlo Ancelotti ef það gengur ekki upp og fær Patrick Vieira eða Mikel Arteta til að aðstoða hann. (Star)
Arsenal er að klára nýjan samning við Jack Wilshere. (Mirror)
Viðhorf Mesut Özil pirrar marga leikmenn Arsenal. (Sun)
Liverpool hefur rætt við Juventus um að fá Sami Khedira. (Talksport)
FC Bayern er tilbúið að selja Robert Lewandowski en Manchester United hefur áhuga. (Calcio)