Bítillinn Paul McCartney fékk sérstök heiðursverðlaun, „Companion of Honour,“ fyrir framlag sitt til tónlistar.
Verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1917 og fara til einstaklinga sem hafa veitt framlag sem telst mikil vægt á alþjóðavísu. Bítillinn var aðlaður árið 1997 og fékk, ásamt félögum sínum í Bítlunum, MBE verðlaun (Most Excellent Order of the British Empire), frá bresku krúnunni árið 1965.
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Buckinghamhöll á föstudag og klæddist McCartney fötum sem dóttir hans, Stella McCartney, hannaði.
„Ég álít verðlaunin mikinn heiður fyrir mig og fjölskyldu mína og hugsa um hversu stoltir foreldrar mínir frá Liverpool væru, ef þau væru á lífi til að verða vitni að þessu,“ sagði McCartney í þakkarræðu sinni.
Stella skrifaði einnig orð til föðurs síns á Instagram síðu: „Pabbi, ég er stolt dóttir að öllu leyti. Það sem þú hefur afrekað sem skapandi sál á þessari jörð hefur veitt milljónum innblástur og snertir hjarta dóttur þinnar með ást og von. Ást er allt sem þarf og þú fékkst hana frá fjölskyldu þinni í dag þegar þér var veittur þessi mikli heiður.“
McCartney og eiginkona hans., Nancy Shevell.
May 4, 2018 – LondonSir Paul McCartney was made a Companion of Honour for services to music. ?
Posted by John Fernandini on 4. maí 2018