Veiðikortið
„Veiðisumarið hefur farið afar vel í gang og núna er eiginlega besti veiðitíminn og mikið líf í vötnunum. EM í fótbolta er búið og nú getur fólk farið að einbeita sér að því að færa björg í bú,“ segir Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu. Veiðikortið kostar 6.900 krónur og gildir út árið. „Menn borga þetta upp með því að fara tvisvar í veiði,“ segir Ingimundur, en Veiðikortið veitir ótakmarkaðan aðgang að silungsveiðivötnum vítt og breitt um landið. Veiðikortið er hægt að kaupa á sölustöðum N1, Olís og Íslandspósts, sem og í veiðivöruverslunum um land allt. Enn fremur er hægt að kaupa kortið rafrænt á veidikortid.is og hjá velflestum stéttarfélögum landsins.