fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Súkkulaði er ávöxtur

Omnom súkkulaði flytur í nýtt húsnæði og opnar glæsilega súkkulaðiverslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðigerðin Omnom Chocolate hefur nú opnað splunkunýjar höfuðstöðvar að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Á undanförnum tveimur og hálfu ári hefur Omnom súkkulaðigerðin notið sívaxandi vinsælda og hefur framleiðslan verið aukin samhliða því. Frá upphafi hefur verksmiðjan verið til húsa í gömlu bensínstöðinni við Austurströnd en vegna plássleysis hefur fyrirtækið nú flutt á nýjan og stærri stað. Jafnhliða súkkulaðigerðinni hefur verið opnuð súkkulaðibúð á Hólmaslóðinni og einnig er til staðar kynningaraðstaða fyrir áhugasama súkkulaðiunnendur.

„Að fá að opna fyrstu súkkulaðibúðina á Íslandi er einstök upplifun,“ segir María Sif Daníelsdóttir, verslunarstjóri hjá Omnom, yfirleitt kölluð Mæja. Hún segir að viðskiptavinir verslunarinnar fái tækifæri til að kynnast framleiðslunni á súkkulaðinu:

„Þegar gengið er inn í verslunina blasa við glerveggir þar sem sést vel inn í sjálfa súkkulaðigerðina. Við fræðum fólk um framleiðsluna og sýnum því hvað er í gangi í gegnum glerið. Við bjóðum fólki að smakka og segjum frá ferlinu, frá kakóbaununum, hvernig súkkulaðið verður til, hvaðan við fáum okkar baunir, og svo framvegis,“ segir Mæja og bendir á að Omnom flytur ekki inn kakómassa heldur sjálfar kakóbaunirnar og vinnur súkkulaðið úr þeim:

„Við flytjum inn baunir frá Madagaskar og Tansaníu. Við ristum baunirnar sjálf og framleiðsluferlið okkar er alla leið frá baun yfir í súkkulaðiplötuna. Varan er handgerð og okkar viðskiptavinir vita nákvæmlega hvað þeir eru að kaupa.“

Vitund um hollustu súkkulaðis hefur farið vaxandi undanfarin ár og ljóst er að ákveðnar gerðir af súkkulaði sem lausar eru við hvítan sykur eru hollar. Mæja nefnir sem dæmi að dökkt súkkulaði frá Omnom sé afar hollt. Ennfremur inniheldur allt súkkulaði frá Omnom eingöngu lífrænan hrásykur en ekki viðbættan hvítan sykur.

Vinsæl skemmtun hjá hópum

„Við bjóðum upp á súkkulaðitúra. Þá getur fólk komið hingað í hópum sem fara þá inn í sérstakt kynningarherbergi, þar sem gestir fá fræðslu og smakka á kakóbaun. Við sýnum ferlið, göngum um verksmiðjuna og endum síðan á versluninni þar sem fólk fær að gæða sér á súkkulaði.“

Mæja segir að hún hafi fengið hópa allt frá fimm upp í 25 manna en þetta er vinsæl skemmtun hjá til dæmis fyrirtækjahópum, vinkvennahópum og í gæsunum.

Súkkulaðibúðin á Hólmaslóð 4 er opin alla virka daga frá kl. 11 til 18 og 11 til 14 á laugardögum.

Þeir sem hafa áhuga á að panta súkkulaðitúra eða fá frekari upplýsingar um Omnom súkkulaðigerðina er bent á vefsvæði fyrirtækisins (á ensku) og símann 519 5959 þar sem tekið er við fyrirspurnum.

Omnom er margverðlaunað súkkulaði: Núna í vikunni vann Omnom súkkulaði til þriggja gullverðlauna og einna silfuverðlauna í keppninni European Bar semi-final Competition. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“