Blaðamanninum Birni Þorlákssyni var á dögunum hafnað í prófkjöri Pírata. Hann hafnaði í sjöunda sæti og kærði sig ekki um að taka það. Hann sagði í kjölfarið að stjórn Pírata hefði haldið hæfasta og öflugasta fólkinu, sjálfum sér og einhverjum öðrum, frá efstu sætum.
„Ég bauð mig fram korter í þrjú en í þessu prófkjöri kom á daginn að fremur fáa inni í litla lokaða prófkjörinu langaði að breyta heiminum með mér,“ skrifaði hann á Facebook en nokkuð fjaðrafok varð vegna orða hans. Í kjölfarið hefur BJörn ákveðið að hætta á Facebook. „Ef það hefur nokkru sinni verið dauðafæri til að taka góða facebook-pásu er það nú.“