„Okkur finnst mæður oft ekki njóta nógu mikillar virðingar fyrir verk sín heima fyrir og okkur langaði sjálfum í bikar sem túlkar hversu fjölhæfar konur við erum, svo við ákváðum að leira bikara sem verðlaunagripi,“ segir Elín en sýningin er innsetning með handmótuðum leirbikurum og hljóði.
„Yfirleitt fær fólk bikar fyrir afrek sín í íþróttum, en af hverju ekki fyrir vönduð heimilisstörf, barneignir, stuðning, hlátur og blíðu?“
Bikararnir eru gerðir úr svörtum jarðleir sem er hábrenndur og hefur ákveðið “industrial” útlit.
„Við leituðumst við að framkalla óræðan heim Báru Sjóliðadóttur, þar sem ekkert er ómögulegt og ímyndunaraflið kemst á flug. Þáttakendur geta aukið ræstiþol sitt (brugðið á leik) með því að skúra glæsilegt fjörugrjótið, lyft bikar og verið á mynd sem sigurvegarar í valinni keppnisgrein í sínu lífi.“
Spurðar að því hver þessi Bára Sjóliðadóttir sé útskýra þær Guðrún og Elín að Bára hafi birtst þeim hægt og bítandi í aðdraganda sýningarinnar.
„Bára er fædd snemma á síðustu öld vestur á fjörðum. Í ljósaskiptunum situr hún í litla húsinu sínu við hafið og hlustar á tóna hafsins leika við rætur landsins. Hún leirar gripi sem tákna viss tímamót og/eða störf í lífi kvenna og vill verðlauna gesti sem skúra vel með fallegum bikar.Við ákváðum að treysta innsæinu og hvor annari í undirbúningnum og nú höfum við átt samtal við hana í nokkra mánuði og þekkjum hana orðið ansi vel,“ segir Guðrún og Elín bætir við að Bára sé stuðbolti sem eigi auðvelt með að gera marga hluti í senn:
„Þrátt fyrir miklar annir er samt alltaf stutt í hláturinn og gleðina í kringum hana,“ segja listamennirnir og bæta við að allir séu velkomnir til að taka þátt í þessari verðlaunaafhendingu og heiðra sína innri konu, eða konurnar í eigin lífi.
Sýningin opnar á Laugardaginn 5. maí og stendur frá 15 til 17.00 en ljóskastarahúsið er gamla vitahúsið á skerinu við Gróttu.
Hér eru nánari upplýsingar um viðburðinn á FB.
[googlemaps https://www.google.com/maps/embed?pb=!1m18!1m12!1m3!1d13914.249544433076!2d-22.02499428388049!3d64.15551890850656!2m3!1f0!2f0!3f0!3m2!1i1024!2i768!4f13.1!3m3!1m2!1s0x48d60ae402f3b2e5%3A0x1db263625dd5b451!2sSeltjarnarnes!5e0!3m2!1sis!2sis!4v1525443175111&w=600&h=450]