fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Inga Sæland til bjargar: „Ég er orðlaus yfir mannvonskunni“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 14:00

Inga Sæland ásamt brottreknum leigutökum Naustavarar ehf. Á vinstri hönd hennar er Svava Gunnlaugsdóttir og síðan Ólafur Guðmundsson sem barist hefur af krafti í málinu undanfarnar vikur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum greindi DV frá því að Naustavör ehf., sem er í eigu Sjómannadagsráðs, hefði sagt upp leigusamningi við fimm leigutaka og gert þeim að yfirgefa leiguíbúðir sínar í Boðaþingi í Kópavogi á þessu ári. Leigutakarnir áttu það sameiginlegt að hafa neitað að skrifa undir nýja leigusamninga.  Ástæða þess var sú að í þeim var ákvæði þess efnis að leigutakarnir myndu afsala sér skaðabótum sem héraðsdómur hafði dæmt þeim vegna ofgreiddra húsgjalda. Um verulegar upphæðir var að ræða en hver leigutaki átti rétt á um 500 þúsund króna endurgreiðslu.

Ein af þeim sem sér fram á að missa húsnæði sitt er hin 89 ára gamla Svava Gunnlaugsdóttir en DV fjallaði um hennar mál um miðjan aprílmánuð. Þá var Svava í mikilli óvissu varðandi framhaldið og hafði, að eigin sögn, árangurslaust reynt að afla sér upplýsinga um stöðu sína.

Frétt DV vakti talsverða athygli en varð þó ekki til þess að forsvarsmenn Naustavarar brygðust við með einhverjum hætti. Svava er enn í óvissu ásamt hinum leigutökunum og hafa engar fregnir fengið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sá að við svo búið mætti ekki una og hún fundaði með Svövu og félögum hennar á dögunum. Niðurstaðan varð sú að Svava skrifaði undir umboð þess efnis að Inga myndi sjá um hennar mál.

„Ég er gersamlega orðlaus gagnvart þeirri mannvonsku sem hér er á ferð og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þessu fólki og leiðrétta þetta gífurlega óréttlæti sem þau eru beitt,“ skrifaði Inga á Facebook-síðu sína og ljóst er að forsvarsmenn Naustavarar ehf. eiga ekki von á góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú