fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Spænsk ommeletta að hætti Maríu Gomez

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 20. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið komið, í það minnsta samkvæmt dagatalinu. Við Íslendingar erum þó vanir því að vetur konungur reynir hvað hann getur að halda örlítið lengur í okkur með því að dreifa til okkar smá snjókomu inni á milli sólargeislanna. En við látum það ekki á okkur fá og eru margir hverjir byrjaðir að undirbúa sig vel fyrir komandi sumar. Það er því um að gera að prófa þessa spænsku ommelettu að hætti Maríu Gomez sem heldur úti lífsstílsblogginu Paz.is

Tortilla De Patatas / Spænsk ommeletta

Tortilla De Patatas er rótgróinn spænskur þjóðarréttur sem inniheldur kartöflur og lauk. Fyrir þá sem vilja alls ekki lauk er hægt að sleppa honum.

Hún er einstaklega bragðgóð og á henni er allt öðruvísi áferð heldur en á venjulegum ommelettum sem við Íslendingar könnumst við. Þykktin á henni og hvernig hún er matreidd gerir hana bæði þykka og safaríka. Ommelettuna má geyma í ísskáp í 4–5 daga og gott er að kippa henni með sér í nesti.

Ommelettuna er auðvelt að gera en krefst þó smá lagni og því er mikilvægt að fara eftir uppskriftinni skref fyrir skref.

Innihald:

  • 1 stór bökunarkartafla
  • 2 laukar
  • 12 egg
  • Salt
  • Svartur pipar (ef vill)
  • 2 dl ólífuolía
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 22 cm panna, ef notuð er stærri þá þarf að auka eggjafjöldann og bæta við kartöflum og lauk

Aðferð:

  • Byrjið á að afhýða laukinn og skræla kartöflurnar.
  • Skerið laukinn í hringi og svo hvern hring í 4 parta.
  • Skerið kartöflurnar í þunnar skífur og svo skífurnar í 4 parta.
  • Setjið eggin í stóra skál og setjið lyftiduftið út í.
  • Pískið vel saman og saltið eina umferð yfir (1/2–1  tsk. af fínu borðsalti).
  • Hitið olíuna á pönnu og setjið laukinn og kartöflurnar út á.
  • Hrærið saman og saltið vel yfir.
  • Mikilvægt er að salta vel, ekki bara smá klípu heldur alveg ca 1/2 tsk. af fínu borðsalti.
  • Athugið að þótt eggin hafi verið söltuð þá þarf að salta hér líka.
  • Lækkið hitann niður í miðlungshita, kartöflurnar og laukurinn eiga ekki að steikjast, heldur meira soðna í olíunni við vægan hita, þar til allt er orðið vel mjúkt.

  • Hrærið reglulega í á meðan.
  • Stingið með gaffli í kartöflulaukblönduna til að athuga hvort allt sé orðið mjúkt. Getur alveg tekið 20 mín. að verða mjúkt.
  • Þegar laukur og kartöflur er orðið mjúkt, takið það þá af pönnunni og hellið olíunni af pönnunni í skál.
  • Setjið laukkartöflurnar saman við eggin út í skálina, og hrærið ögn með skeið eða gaffli, bara létt saman, ekki píska.
  • Setjið botnfylli af olíunni sem þið settuð til hliðar á pönnuna og hitið vel.
  • Látið leka aðeins upp á hliðarnar á pönnunni.
  • Setjið næst eggjablönduna á pönnuna og lækkið hitann niður í miðlungs-vægan hita.
  • Losið reglulega með þunnum spaða (helst sveigjanlegum löngum pönnukökuspaða), frá köntunum á pönnunni og hristið pönnuna reglulega svo festist ekki við.
  • Það þarf alveg að standa yfir pönnunni og losa frá köntum og hrista pönnuna í smá tíma.
  • Stingið svo með gaffli í miðjuna og þegar þið finnið að eggin eru orðin þétt upp að miðju setjið þá pönnuna örstutt undir grillið í ofninum, eða þar til að blandan ofan á er orðin stíf alveg niður að miðju.
  • Eða þannig að hægt verði að hvolfa henni á disk eða pottlok án þess að hún leki um allt.
  • Þegar eggin eru orðin þétt í sér ofan á, takið þá lok af pönnu eða flatan disk og hvolfið ommelettunni yfir.
  • Passið að gera þetta mjög varlega svo hún brotni ekki. Ef þið hafið verið dugleg að hrista pönnuna og losa frá köntunum með spaða þá á hún að renna leikandi létt á diskinn.
  • Færið svo aftur á pönnuna og látið hliðina sem sneri upp nú snúa niður og steikið á vægum hita í smá tíma.
  • Endurtakið svo aftur og snúið henni aftur við með því að hvolfa henni fyrst á disk eða pönnulok og færið hana aftur á pönnuna með hliðina sem sneri niður upp, og leyfið henni að malla við vægan hita.
  • Hvolfið svo á disk og leyfið henni að kólna. Berið fram þegar hún hefur kólnað svolítið og svo er hún svakalega góð köld daginn eftir.

Hægt er að fylgjast með girnilegum uppskriftum Maríu á Paz.is sem og Instragram: paz.isfood

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum