fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Gerir það gott í brjóstadúskabransanum

Margrét Erla Maack er burlesque-drottningin Miss Mokki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. júlí 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af aukasjálfum Margrétar Erlu Maack er burlesque-drottningin Miss Mokki. Margrét hefur um árabil kennt og sýnt dans, til dæmis magadans, Bollywood-dansa og hina sívinsælu Beyoncé-dansa. Margrét segir að magadansinn hafi leitt hana út í burlesque-ævintýrið.

„Ég fór til New York 2007 í magadanstíma. Í ferðinni kynntist ég Reggie Watts, sem stjórnar núna hljómsveitinni í The Late Late Show og er hæfileikaríkasti maður sem ég hef kynnst. Honum fannst geggjað að ég væri íslensk magadansmær og reddaði mér giggum á stöðum eins og The Box og Slipper Room. Þar kynntist ég burlesque-dönsurum og kabarettlistamönnum og heillaðist algjörlega. Reggie lagði svo hart að mér að hætta í Háskólanum og fara að einbeita mér að því að vera skemmtileg og skapa.“

„Hættu í skóla og farðu að skapa“ sagði Reggie, og Magga hlýddi.
Reggie og Magga „Hættu í skóla og farðu að skapa“ sagði Reggie, og Magga hlýddi.

Margrét sér ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég fór að ráðum Reggie, hætti í Háskólanum og byrjaði að sækja sirkustíma sem urðu grunnurinn að Sirkus Íslands. Þetta er röð tilviljana, eins og svo margt í lífinu.“

Fullorðinsskemmtun

En hvað er eiginlega burlesque?

„Burlesque er fullorðinsskemmtun, þar sem alls kyns hæfileikum er blandað við kynþokka og stundum stripp. Dita Von Teese er sú frægasta sem stundar þetta í dag, en mínar uppáhalds eru Gal Friday, Dirty Martini, Peekaboo Pointe og Poison Ivory. Af strákum sem stunda þetta er Chris Harder frábær, Matt Knife er ógeðslega fyndinn, Luminous Pariah fær mann til að efast um allt sem heitir kyn og kynvitund og Kheaven Jesus er minn uppáhalds strípitrúður. Svo er kabarettsenan öll full af frábærum skemmtikröftum sem fara úr engum fötum eins og Wilfredo, sem ég er að reyna að fá til Íslands, og Carla Rhodes, sem er dásamlegur búktalari. Kynnarnir á þessum kvöldum eru líka algjörir grínlistamenn, eins og Mel Frye, Richard Castle, Murray Hill og Bastard Keith. Svo ráðlegg ég áhugasömum að kynna sér M Dame Cuchefrita, sem er líka í miklu uppáhaldi bæði sem burlesque-kona og sem kokkur og bakari. Núðluatriðið hennar er stórkostlegt. Það vantar ekki hæfileikana hjá þeirri konu.“

Margrét með siðsemiskrossa á geirvörtum.
Spegilsjálfa Margrét með siðsemiskrossa á geirvörtum.

Margrét hefur kennt burlesque-námskeið i Kramhúsinu og örnámskeið í þessum glettna og lostafulla dansi eru vinsæl á þessum árstíma í gæsapartíum.

Miss Mokki er að sjálfsögðu með síðu á Facebook þar sem aðdáendur geta fylgst með landvinningum hennar. Margrét segir farir sínar í samskiptum við Facebook-veldið þó ekki algjörlega sléttar. „Ég er að reyna að safna fólki á síðuna, því það hjálpar mér að bóka gigg, og ætlaði þess vegna að kaupa Facebook-auglýsingu. Mér var hins vegar bannað að gera það þar sem myndin af mér þótti sýna of mikið hold og vera of klámfengin. Mér finnst myndin bara listræn og mjög falleg.“

Það bara má ekkert!
Skeytið sem barst frá Facebook Það bara má ekkert!
Þetta var of mikið hold fyrir Facebook!
Myndin dónalega Þetta var of mikið hold fyrir Facebook!

Mynd: Alex Brown

Brjóstadúskabransinn

Í haust ætlar Miss Mokki að leggja land undir fót og koma fram á sýningum í Seattle og Los Angeles. Margrét segir að það gangi prýðilega að plana ferðalagið.

Blöðrurnar springa svo ein og ein og afhjúpa líkama dansdívunnar.
Klædd í blöðrur Blöðrurnar springa svo ein og ein og afhjúpa líkama dansdívunnar.

„Ég er með nokkuð mörg gigg bókuð miðað við marga í þessum brjóstadúskabransa. Ég reyni að ferðast reglulega og koma fram á burlesque-sýningum og kabarettum ýmiss konar, þá helst í Bandaríkjunum.
Ég fæ ekki greitt fyrir, en fer til að kynna mér þennan heim til að geta haldið senunni gangandi hérlendis. Það geri ég svo með Hits & Tits og Skinnsemi, fullorðinssirkus Sirkus Íslands. Ferðirnar eru líka dýrmætar til að kynnast fólki og segja listamönnum að koma til Íslands með sýningar sínar. Senan hér er öll að lifna við, Dragsúgur er mjög gott dæmi um það, en þau hafa staðið fyrir frábærum kvöldum á Gauknum upp á síðkastið.“

Í burlesque-atriðum er bæði að finna húmor og kynþokka.
Allar sprungnar Í burlesque-atriðum er bæði að finna húmor og kynþokka.

Margréti dreymir um að breiða út burlesque-fögnuðinn enn frekar á Íslandi og verður að öllum líkindum með reglulegar sýningar í vetur. „Mig langar að hafa alls konar fólk með mér og er bara að leita að því rétta þessa dagana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2