fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Emma Watson leikur Fríðu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 16. júlí 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvamynd, endurgerð á Disney-teiknimyndinni vinsælu,Fríða og Dýrið, verður frumsýnd snemma á næsta ári. Emma Watson er í hlutverki Fríðu sem verður fangi Dýrsins sem breski leikarinn Dan Stevens leikur. Paige O’Hara, sem ljáði Fríðu rödd sína í teiknimyndinni og framhaldsmyndum, hefur boðist til að vera Watson innan handar í söngtímum.

Watson varð heimsfræg fyrir túlkun sína á Hermione í Harry Potter-myndunum og er ötul kvenfrelsiskona. Stevens er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Matthew Crawley í Downton Abbey og aðdáendur þáttanna syrgðu mjög þegar sú góða persóna lést í bílslysi og skildi eftir sig unga ekkju, Mary, og nýfæddan son. Meðal annarra leikara í myndinni eru Luke Evans, Emma Thompson, Ewan McGregor, Ian McKellan, Kevin Kline og Stanely Tucci. Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu enda einvala lið leikara þarna á ferð. Sagan er síðan hugljúf og spennandi og lögin hreint dásamleg. Allt ætti að geta smollið saman. Leikstjóri er Bill Condon sem meðal annars leikstýrði Chicago og Dreamgirls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“