fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

NETFLIX: Vísindaskáldsögur í forgangi og kvikmyndahúsakeðjur í kortunum

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 4. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta unnendur vísindaskáldsagna fagnað nýjum tíðindum frá Netflix, en umsjónarmenn streymiveitunnar segja að standi til að setja þann flokk fremst í forgang á þessu ári.

Samkvæmt greiningu hjá Business Insider hefur flokkur vísindaskáldskaps ásamt „fantasíu“ verið með því vinsælasta á streymiveitunni á síðustu mánuðum og sé það efni að þakka á borð við Stranger Things, Altered Carbon, Black Mirror, The OA, Lost in Space og The Cloverfield Paradox svo eitthvað sé nefnt.

Til þess að mæta eftirspurn og vaxandi áhuga áhorfenda verður sett í hágír með framleiðslu slíks efnis á komandi mánuðum.

Árið 2017 voru gamanmyndir og grínþættir það vinsælasta hjá veitunni, en nú er sagt að vísindaskáldskapur og ævintýri muni ná yfir u.þ.b. 30% af heildarefni rásarinnar, að það muni jafnframt vaxa töluvert á komandi mánuðum.

Heimildir segja að Netflix sé orðið stærra heldur en stór hluti kvikmyndaframleiðenda.

Samkvæmt Business Insider er streymivetan búin að slá út hagnað kvikmyndaframleiðenda eins og Warner Bros. og Sony. Talið er að Netflix festi í kaupum á kvikmyndahúsakeðju á næstunni til þess að halda betur í samkeppni við bíóin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“