Þáttastjórnandinn Lee Cowan heimsótti Vestmannaeyjar og fjallaði um pysjuævintýrið, sem löngu er orðin hefð hjá heimamönnum. Erpur Snær Hansen fjallar um lundann og skráninguna í pysjueftirlitinu og Sæheimar eru heimsóttir og fylgst með því þegar börn og foreldrar þeirra koma með pysjur til vigtunar. „Þar sem góðmennska og vísindi sameinast,“ eins og Cowan segir.
Fylgst er með Aroni Sindrasyni, sjö ára, og fleiri krökkum á pysjuveiðum og að lokum er kíkt á Einsa Kalda og smakkað á lunda.
„Vináttu er skipt út fyrir frelsi,“ segir Cowan, þar sem hann prófar sjálfur að sleppa lunda á haf út.