fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Myndband: Skyggnst bak við tjöldin við gerð nýrra þátta um Múmínálfana

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Múmínálfana bíða nýrra sjónvarpsþátta með eftirvæntingu. Í nýju myndbandi fáum við að sjá aðeins á bak við tjöldin við gerð þáttanna og ljóst er að hugarheimur Tove Jansson mun skila sér á sjónvarpsskjáinn á heillandi hátt.

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steve Box, sem áður hefur leikstýrt Wallage & Gromit: The Curse of the Were-Rabbit og framleiðandinn John Woolley eru báðir miklir aðdánednur og því er verkefnið í góðum höndum hjá þeim félögum.

Áætlað er að sýningar á Moominvalley byrji vorið 2019. Þættirnir verða 13 talsns, hver 22 mínútur að lengd. Á meðal leikara sem ljá raddir sínar eru Rosamund Pike, Kate Winslet og Taron Egerton.

Múmínálfarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið í The Moomins and the Great Flood árið 1945 og eru þekktasta menningararfleifð Finna, enda hafa bækur Jansson verið þýddar á yfir 50 tungumál.

Múmínálfarnir hafa birst áður í sjónvarpi, en fyrri verk hafa miðast við yngstu áhorfendurna á meðan nýju þáttunum er ætlað að höfða til allrar fjölskyldunnar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=5Xy5wttiUqA]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað