fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Kvikk Þjónustan: Pústkerfi í flestar gerðir bíla

Kynning

Viðgerðarþjónusta og risalager af varahlutum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með einn stærsta pústlager á landinu og getum sinnt flestum gerðum bíla. Við höfum byggt upp lager sem nær yfir flestar bifreiðartegundir á Íslandi, mengunarkúta og sótagnasíur fyrir dísilbíla. Fyrir 13 árum hófum við að byggja upp samstarf við verksmiðju í Portúgal sem er með þau bestu púströr í eftirmarkaðssölu sem við höfum kynnst, og á verði sem leyfir okkur að vera neytendavænir. Í Bretlandi erum við svo með mjög öflugan birgi með mengunarkúta og sótagnasíur,“ segja þeir Sigurður Halldórsson og sonur hans, Arnar Sigurðsson, hjá Kvikk Þjónustunni, Vagnhöfða 5, Reykjavík, en fyrirtækið sérhæfir sig í pústkerfum.

„Við erum annars vegar með sölu á pústkerfum og hins vegar verkstæði þar sem skipt er um í bílunum. Við erum alltaf að auka við okkur í nýjum vörum, enda með birgja sem eru með eitt stærsta úrvalið á markaðnum, og veitir ekki af, þar sem Íslendingar eiga flestar gerðir og týpur af bílum sem framleiddir eru fyrir Evrópu,“ segja þeir feðgar enn fremur.

„Kvikk Þjónustan hefur líka þjónustað mörg önnur verkstæði og bifreiðaumboð svo úrvalið þarf að vera mikið,“ segir Sigurður. Starfsmenn á verkstæði eru þrautreyndir viðgerðarmenn sem hafa samanlagt yfir 75 ára reynslu í bílaviðgerðum.

Hann segir að það sé allt brjálað að gera en skilvirkt pöntunarkerfi á heimasíðu fyrirtækisins, kvikk.is, tryggir hraða og örugga þjónustu. „Þetta er bókunarsíða fyrir þá sem eru með þessi venjulegu pústvandamál sem þarf að leysa og þessi síða hefur algjörlega slegið í gegn, fólki finnst meiriháttar að geta bæði um kvöld og helgar bókað sér tíma.“

Á heimasíðunni kemur jafnframt fram að Kvikk flytur inn pústkerfi á góðu verði í flestar tegundir bifreiða og leysir önnur mál með sérsmíði. Enn fremur sinnir fyrirtækið flestu því sem viðkemur undirvagni bílsins. Má þar nefna bremsur, stýrisgang, fjöðrunarbúnað og hjólalegur.

Kvikk Þjónustan
Vagnhöfða 5, 110 Reykjavík
Sími: 5 200 600
Opið mánudaga til fimmtudag 8–18 og föstudaga 8–17
Kvikk.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni