fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Fyrsta flug WOW air til Edinborgar

Auður Ösp
Mánudaginn 18. júlí 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air flaug sitt fyrsta flug til Edinborgar í gær. Flogið verður til Edinborgar tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum út október.

Vel var tekið á móti farþegum úr jómfrúarflugi WOW air til Edinborgar. Þar mætti þeim skoskur sekkjapípuleikari í fullum skrúða sem spilaði skosk þjóðlög við góðar undirtektir nærstaddra.

„Við erum mjög ánægð með að bæta Edinborg við áfangastaði okkar sem nálgast nú þriðja tug. Þessi borg hefur heillað margan ferðamanninn í gegnum tíðina enda einkennist hún bæði af litríkri menningu og einkar gestrisnu fólki,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

„Við bjóðum WOW air hjartanlega velkomin á Edinborgarflugvöll. Ísland er áfangastaður sem nýtur síaukinna vinsælda meðal skoskra ferðamanna,“ segir Gordon Dewar framkvæmdastjóri Edinborgarflugvallar.

Edinborg er höfuðborg Skotlands og einn vinsælasti áfangastaður Bretlandseyjar á eftir Lundúnum. Edinborg er mikil menningarborg en hún hefur vakið athygli fyrir að halda eina stærstu listahátíð heims, Edinburgh Festival Fringe, sem fram fer í ágúst og stendur yfir í 25 daga. Þá skartar Edinborg einnig ríkri sögu auk þess sem hagkvæmt er að versla þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“