fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

NETFLIX Take your pills: Háskólafólk, forritarar og fjármálalið – Moka í sig ADHD lyfjum og sjá ekkert að því

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 14:27

Take Your Pills

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjaneysla hefur aldrei verið meiri en á okkar dögum. Misnotkun lyfja færist einnig í aukana og á það helst við um örvandi og róandi lyf, sem og verkjastillandi lyf.

Misnotkun þessara lyfja er reyndar alls ekki ný af nálinni en allt frá því þau komu fyrst á markað, fyrir rúmlega 100 árum, hefur alltaf verið til fólk sem misnotar þau, eða notar þau í öðrum tilgangi en ætlast er til.

Í heimildarmyndinni Take Your Pills sem nú er hægt að sjá á Netflix er farið yfir sögu lyfja sem notuð eru við ADHD og hvernig misnotkun þessara lyfja tíðkast hjá öllum stéttum samfélagsins.

Amfetamín, sem uppgötvaðist upp úr 1880, var fyrst selt til almennings árið 1932. Þá í pústformi og undir nafninu „Benzadrine Inhaler“. Fyrsta greinin sem fjallaði um vandann sem gæti stafað af misnoktkun þessa lyfs birtist svo í Time magazine árið 1937.

Flestir þekkja svo sögurnar af t.a.m Elvis Presley, Marylin Monroe, John F. Kennedy og annara stórstjarna sem eiga að hafa misnotað lyfseðilsskyld lyf í gegnum árin, sum með þeim afleiðingum að þau létust fyrir aldur fram.

Forritarar, skólakrakkar og íþróttafólk

Í inngangi myndarinnar er talað um áhersluna sem lögð er á að fólk skari fram úr í samfélagi sem einkennist af samkeppni. Fólk vill skjótan frama í vinnu, ná góðum árangi í námi og svo framvegis.

Í háskólasamfélaginu í Bandaríkjunum er misnotkun ADHD lyfja daglegt brauð og lyfin ganga kaupum og sölum milli nemenda. Algengast er að fólk noti lyfið Adderall sem er svipað og Rítalín en lyfið gengur undir heitinu Addie.

Misnotkunin er einnig mjög algeng í samfélagi forritara og þeirra sem starfa á fjármálamarkaði en í myndinni segja ýmsir sína sögu. Bæði fólk sem hefur verið greint með ADHD og þau sem hafa einungis misnotað það og gera jafnvel enn.

Eitt áhugaverðasta viðtalið er við fyrrum NFL spilarann Eben Britton — sem lýsir því hvernig hann misnotaði lyfið til að ná árangri í sinni íþrótt.

Þá er einnig áhugavert að heyra hvernig þau sem raunverulega eru greind með ADHD virðast hafa meiri áhuga á því að nota lyfin með hléum, og aðeins þegar þörf krefur, meðan fólk sem ekki glímir við þetta ástand sækir í þau til að ná skjótari frama í starfi eða við önnur viðfangsefni.

Lítill munur á lyfseðilsskyldum lyfjum og þessu sem selt er í litlum plastpokum

Tilgangur leikstýru myndarinnar, Alison Klayman, virðist einna helst vera sá að benda á hversu náskyld þessi lyf eru því sem við flokkum sem ólögleg fíkniefni.

Að nánast enginn munur sé á lyfjunum sem fólk kaupir í apótekinu og lyfjunum sem eru seld manna á milli í litlum plastpokum og taka þar með áhættuna á að lenda í fangelsi.

Þetta rímar nokkuð vel við það sem virðist vera vaxandi viðhorfsbreyting þegar kemur að misnotkun á vímuefnum sem margir vilja nú skilgreina sem lýðheilsuvanda fremur en glæpsamlegt athæfi.

Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma hjá flestum gagnrýnendum en margir sjá þann löst á henni að hún geti haft neikvæð áhrif á viðhorfin gagnvart þeim sem raunverulega hafa ADHD. Dæmi hver fyrir sig.

STIKLA

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“