Nýi sýningarsalurinn er gerður samkvæmt ýtrustu kröfum svíanna enda á sama Volvo upplifun að vera um allan heim að sögn þeirra hjá Brimborg.
Jeppinn þykir einstaklega skemmtilega hannaður þar sem hvert rými er úthugsað en í meðfylgjandi myndbandi má skoða bílinn að innan og utan.
Volvo XC40 var kosinn „Bíll ársins í Evrópu 2018“ á bílasýningunni í Genf en þetta er í fyrsta sinn sem Volvo hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Einnig vann Volvo XC40 „Bíll ársins“ af WhatCar?
Óhætt er að segja að fjölskyldufólk á Íslandi hafi verið yfir sig hrifið af Volvo síðstu misserin enda hefur öryggið ávallt á oddinum hjá þessum rótgrónu bílaframleiðendum. Það má því búast við fjölmenni í nýja sýningarsalnum á laugardaginn.
Það verður sérstakt First Edition tilboð er í gangi á fyrstu XC40 bílunum og því til mikils að vinna að koma, sjá, reynsluaka og upplifa Volvo á laugardaginn 28. apríl.