fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Ragga nagli: „Svengd er ekki neyðarástand hjá heilbrigðum einstaklingi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 11:30

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um að svengd.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Má ég vera svangur?

Margir hræðast svengd.
Dúndra í sig horuðu agnarsmáu snarli á 2-3 tíma fresti því það hefur verið innprentað í okkur að líkaminn þurfi stöðugt flæði af hitaeiningum.

Þvert á móti er okkur eðlislægt að vera án matar í ákveðinn tíma af sólarhringnum.

Forfeður okkar ráfuðu hungraðir um steppur í leit að æti.
Það liðu jafnvel einhverjir dagar áður en horuð kanína varð á vegi þeirra.

Það er nauðsynlegt að gefa kerfinu frið frá því að melta, ferla og brjóta niður í mallakút.

Viðgerðarferli líkamans fer nefnilega í gang í föstuástandi.
Hreinsun og endurnýjun á frumum gerist í föstuástandi.
Líkaminn losar út vaxtarhormón (HGH) eftir 12 tíma föstu.

Rannsóknir á músum sem eru látnar fasta í 12 tíma sýna aukið glúkósaþol, aukið insúlínnæmi og minni bólgumyndun í vöðvum og liðum.

Ef þú ætlar að taka eldhúsið í gegn og skipta um innréttingu þá seturðu ekki nýju skápana ofan á þessa gömlu.

Þú þarft fyrst að hreinsa allt út með að rífa niður gömlu skápana.
Sparsla, mála, múra, bora.
Síðan seturðu upp nýju skápana.

Sem er akkúrat það sem gerist í föstuástandi.

Líkaminn hefst handa við að skúra, skrúbba, bóna og sópar út veikari frumum.
Þegar þú síðan sest niður að snæðingi þá byggir hann upp enn sterkari frumur.

Það má nefnilega alveg verða svangur.
Matur bragðast betur þegar við erum raunverulega svöng því þegar við gefum líkamanum tækifæri að losa út svengdarhormónið Ghrelin þá opnar hann bragðlaukana og gerir þá næmari.

Maður man alltaf fyrsta bitann þegar loks sest er að snæðingi í svengdarástandi.

Svengd er ekki neyðarástand hjá heilbrigðum einstaklingi.
Fólk fastar fyrir skurðaðgerðir, í Ramadan, í jógaferðum og oft óvart í sjúklegri vinnutörn.

Enn hafa ekki borist fregnir af mannfalli eftir 12 tíma án matar.

Facebooksíða Röggu nagla.

Mynd: Andrea Jónsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt
433
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal slátraði Real Madrid í London

Arsenal slátraði Real Madrid í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.