fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

TÍMAVÉLIN: Guðlaugur fór fram á að heyrn sín yrði skert vegna umferðarniðar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda áratug síðustu aldar háði Guðlaugur Lárusson, íbúi við Miklubraut 13, baráttu við borg og ríki vegna hávaða og mengunar við þessa fjölförnustu umferðargötu landsins. Umferðin hafði það slæm áhrif á heilsu hans og eiginkonu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur, að hann gekk svo langt að fara fram á það við Landlæknisembættið að heyrn hans yrði skert með aðgerð. Guðlaugur, sem býr nú í Hveragerði ræddi við DV um ástandið sem hann bjó við.

 

Hjartaáföll, pilluát og borað í kinnbein

Guðlaugur og Hólmfríður fluttu að Miklabraut 13 árið 1989 og fljótlega fóru þau að taka eftir stigvaxandi umferð um götuna. Umferðarþunginn var það mikill að hámarksökuhraði var hækkaður svo umferðin gengi greiðar.

 „Við hjónin vorum búin að missa heilsuna af svefnlyfjaáti vegna hávaðans og eiturmengunarinnar frá bílunum. Ég át svefntöflur á hálftíma fresti. Það var farið að blæða úr hálsi og nefi og við vorum með læknisvottorð upp á það. Síðan fékk ég tvö hjartaáföll sem hægt er að rekja beint til þessa. Það þurfti að bora inn í kinnbeinin á konunni minni og þar var ýmislegt slæmt skrapað út sem var byrjunin á krabbameini.“

Guðlaugi var farið að líða svo illa vegna hávaðans að hann setti steinull í alla gluggana. Svo greip hann til örþrifaráða og biðlaði til Ólafs Ólafssonar landlæknis um að heyrn sín yrði skert með skurðaðgerð.

„Ég fór fram á að heyrnin yrði skert en hann sagði að það væri ekki hægt að leyfa svoleiðis. En hann fór með mál mitt til borgarstjóra og samgönguráðherra.“

 

Stefndi ríki og borg

Að sögn Guðlaugs var þetta mikið rætt á íbúafundum og aðrir íbúar höfðu einnig fundið fyrir hávaðanum og menguninni. Borgin hafi keypt fólk út úr íbúðum sínum, að sögn Guðlaugs til að þagga niður gagnrýnisraddirnar. Lengi vel hélt Guðlaugur úti heimasíðu um ástandið og birti þar allar þær skýrslur og bréf sem hann hafði undir höndum.

„Heilbrigðiseftirlitið var búið að vera með mælistöð í innkeyrslunni hjá mér og samkvæmt þeirra skýrslum var hávaðinn rétt yfir 50 desibela mörkum. En þegar ég gekk í málið voru mælitækin alltaf biluð. Seinna fékk ég skýrslu frá háskóla í Berlín þar sem kom í ljós að hávaðinn var mun meiri, eða yfir 100 desibel og þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í mál.“

Guðlaugur stefndi borg og ríki vegna umferðarinnar og Sigurður Gizurarson lögmaður fullvissaði hann um að málið væri auðunnið. En kvöldið áður en að málflutningur átti að hefjast kröfðust borg og ríki dómsáttar sem Guðlaugur taldi sig ekki geta skorast undan. Hann lagði fram kröfu um að borgin keypti íbúðina sem var samþykkt eftir einn klukkutíma.

 

Hoppa um eins og unglingar í dag

Kaupin gengu í gegn árið 2000 og hjónin fluttust þá til Hveragerðis, þar sem þau búa enn.

„Lífið og heilsufarið er allt annað í dag. Við hjónin förum á hverju vori upp á Arnarvatnsheiði með stengurnar til að veiða bleikju og urriða. Við hoppum um eins og unglingar þótt ég sé að verða 82 ára. Ég hefði ekki þolað tvö eða þrjú ár til viðbótar á Miklubrautinni. Þá hefði þurft að hola mér niður í jörðina og sennilega konunni fyrr. Fuglasöngurinn í Hveragerði er búinn að laga allt saman.“

Nú er það rætt að færa umferðina um Miklubraut í stokk en Guðlaugur segir það hefðbundið kosningahjal. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég man eftir að það hafi verið rætt. Borgarstjórn er einungis að reyna að fela sinn ósóma.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni