fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Dj Grill: Heimili hamborgarans á Akureyri!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dj Grill er heimilislegur og jafnframt vinalegur hamborgarastaður í miðbæ Akureyrar. Þangað er notalegt að koma með fjölskyldunni, setjast niður í rólegheitum og fá sér safaríkan hamborgara, girnilega samloku eða aðra smárétti.
Ingi Þór Stefánsson segir að vinsælt sé að skjótast á Dj Grill í hádegishléinu til að fá sér snögglega framreiddan, gómsætan borgara. „Hingað er líka gott að koma og horfa á boltann þar sem hægt er að sjá flesta leiki sem eru á dagskrá enska boltans og eins meistaradeildarinnar.“

##Flott fjölskyldufyrirtæki
Hjónin Elva Sigurðardóttir og maðurinn hennar, Snæbjörn Sigurðsson, ákváðu að slá til fyrir átta árum og tóku við rekstri staðarins – einmitt rétt fyrir verslunarmannahelgina. „Þetta gekk mun betur en nokkur hafði þorað að vona,“ segir Ingi Þór brosandi. „Staðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2008, bæði útlitslega og einnig hvað varðar veitingar á matseðli. Fjölskyldan okkar er nánast öll með annan fótinn á svæðinu en starfsmannahópurinn stækkar ört eftir því sem starfseminni vex fiskur um hrygg.“

Zurgbassi er langvinsælastur

„Staðurinn á nú orðið stóran fastakúnnahóp en sem betur fer sjáum við líka mörg ný andlit,“ segir hann og nefnir að það gleðji ávallt jafn mikið að fá utanbæjarfólk sem kemur aftur og aftur í heimsókn á Dj Grill þegar leið þess liggur til Akureyrar.

„Ostborgarinn okkar er uppáhald margra en sá borgari sem hefur algjörlega slegið í gegn er hinn svokallaði Zurgbassi sem er sá allra, allra vinsælasti á seðlinum. Sá eðalborgari er með piparosti og fleira góðgæti. Flestir hamborgararnir hjá okkur hafa stafina Dj fyrir framan; Dj Maggi, Dj Hulda og svo framvegis. Ástæðu þess má rekja til þess að þegar fjölskyldan tók við staðnum voru þetta helstu nöfnin sem voru að spila á Akureyri á þeim tíma. Zurgbassi er t.a.m. sviðsnafnið sem ég og vinur minn notuðum þegar við vorum að spila.“

Ingi Þór býður gesti velkomna á Dj Grill um verslunarmannahelgina og minnir á Facebook-síðuna: www.dj.grill.is

Dj Grill
Strandgötu 11, 600 Akureyri.
Sími: 462–1800.
www.facebook.com/Dj-Grill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni