Orðið á götunni er að ekki hefði getað fengið betri staðfesting á fagmennsku Sigurðar Más Jónssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðar Sigurðar Inga Jóhannessonar, en með tilkynningu forsætisráðuneytisins í morgun.
Hún hljóðaði svo:
„Ríkisstjórnin samþykki í morgun tillögu forsætisráðherra um að Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, gegni áfram stöðu fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Sigurður Már er ráðinn til starfans á grundvelli 1. mgr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands og hefur aðsetur í forsætisráðuneytinu.“
Sigurður Már, sem er einn reyndasti blaðamaður landsins og fv. varaformaður Blaðamannafélagsins, naut þannig ekki einungis trausts Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í störfum sínum, heldur einnig nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar.
Það verður að teljast nokkuð vel af sér vikið, á þessum síðustu og verstu tímum.