fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

„Ótrúleg atburðarás“

Orðið
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að margir í hópi sjómanna og samningamanna þeirra kunni Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur litlar þakkir fyrir framgöngu hennar undanfarna daga. Sagt er að ráðherrann hafi veifað frumvarpi að lögum á verkfallið fyrir framan samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna og þannig neytt menn til samninga.

Verkalýðsfrömuðurinn Vilhjálmur Birgisson á Akranesi var í samninganefnd sjómanna og hann er ómyrkur í máli á fésbókinni í kvöld:

„Á virkilega góðum og fjölmennum kynningarfundi um kjarasamningum í gær með sjómönnum sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness var farið ítarlega yfir innihald samningsins og ótrúlega framkomu sjávarútvegsráðherra í garð íslenskra sjómanna.

Ég ætla í þessari færslu ekki að fara yfir efnisatriði samningsins enda hef ég þegar gert það með mínum sjómönnum. Hins vegar ætla ég að upplýsa um þá ótrúlegu atburðarás sem átti sér stað vegna aðkomu sjávarútvegsráðherra að þessari deilu.

Eins og margoft hefur komið fram þá óskuðu sjómenn eftir því við stjórnvöld að dagpeningar sjómanna vegna fæðiskostnaðar yrðu meðhöndlaðir í skattlegu tilliti eins og hjá öðru launafólki sem þarf starfs síns vegna að starfa fjarri sínu heimili. Sjómenn voru búnir að semja við útvegsmenn um 2.350 kr. í dagpeninga til greiðslu á fæðiskostnaði og eina atriðið sem stóð eftir var vilyrði frá stjórnvöldum um að sjómenn yrðu meðhöndlaðir eins og annað launafólk hvað það varðar. Þetta höfðu stjórnvöld vitað í marga daga og það var komin pólitískur þrýstingur á þetta réttlætismál og til dæmis hafa þau Páll Magnússon, formaður Atvinnumálanefndar Alþingis, og Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, tekið undir þessi sjónarmið sjómanna.

Hins vegar hefur sjávarútvegsráðherra sagt skýrt í fréttum slag í slag að slíkt kæmi ekki til greina enda væri þá um sértæka aðgerð að ræða. Þetta telja sjómenn vera rangt, enda alþekkt bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði að dagpeningar vegna fæðiskostnaðar séu undanþegnir skatti. Enda áttu sjómenn að greiða fyrir fæðið sitt að fullu sjálfir.

Eins og áður sagði hafði myndast gríðarlegur pólitískur þrýstingur um að stjórnvöld myndu taka á þessu sanngirnismáli sjómanna, enda var kjarasamningur milli deiluaðila tilbúinn að öðru leyti og klár til undirritunar.

Á föstudagskvöld kemur tilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu að verið sé að vinna að sáttatillögu til lausnar á þessu máli. Klukkan 21:30 á föstudagskvöld eru fulltrúar sjómanna kallaðir í hús sjávarútvegsráðuneytisins þar sem þeim er kynnt svokölluð sáttatillaga og innihald hennar. Í þessari sáttatillögu kom fram að um almenna aðgerð væri að ræða sem væri fólgin í því að allir sem störfuðu fjarri sínu heimili ættu rétt á frádrætti á fæðishlunnindum uppá 1.327 kr. á dag. Það þýddi að ávinningur sjómanna myndi vera um 610 kr. á lögskráningardag. En inní þessari svokölluðu sáttatillögu var einnig kveðið á um að allir sem eru skemmur en 48 tíma frá heimili sínu áttu ekki rétt á þessari fæðishlunnindagreiðslu. Með öðrum orðum, tillagan gekk útá að við í sjómannaforystunni áttum að skilja um 40% okkar félaga eftir án þess að þeir ættu neinn rétt. Engin greiðsla átti að ná til þeirra.

Á þessum fundi með hluta af sjómannaforystunni var þeim einnig tilkynnt að búið væri að gera klár lög á deiluna en ráðherrann sagði „þetta er ekki hótun“! Jafnframt sagði hún að sjómannaforystan hefði til miðnættis að svara þessu sáttatilboði, því ef tilboðinu yrði ekki tekið og deilan myndi ekki leysast þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþings til að kalla Alþingi saman og setja lög á sjómenn!

Já, sjávarútvegsráðherra stillti sjómönnum upp gegn hver öðrum með því að segja: ef þið samþykkið ekki þetta sáttatilboð, tilboð sem náði ekki til 40% sjómanna þá verður hringt í forseta Alþingis á miðnætti til að setja af stað lagasetningu á sjómenn!

Hugsið ykkur í hvaða viðbjóðslegu stöðu ráðherrann setti samninganefnd sjómanna, svíkið 40% af ykkar sjómönnum eða þið fáið lög á deiluna. Fulltrúar sjómanna óskuðu eftir því við sjávarútvegsráðherrann að þessi 48 tíma fjarveruregla færi út og að þetta myndi ná til allra sjómanna, en því var snarlega hafnað af ráðherranum!

Nei Þorgerður Katrín, íslenskir sjómenn standa saman og þeir láta ekki pólitískan valdhroka reka fleyg í raðir sínar. Á þessari forsendu ákvað samninganefnd sjómanna að hafna þessu ógeðfellda sáttatilboði þar sem ætlast var til þess að 40% sjómanna yrði skildir eftir á köldum klaka vegna þess að þeir uppfylla ekki 48 tíma fjarverureglu frá heimili, reglu sem ráðherrann ákvað einhliða og hugsanlega án aðkomu þingflokka ríkisstjórnarinnar.

Það voru þung skref fyrir mig sem forystumann í stéttarfélagi að þurfa að tilkynna mínum félagsmönnum á kynningarfundinum í gær að ég hafi hafnað 18.300 kr. á mánuði í frádrátt á fæðishlunnindaskatti vegna þess að það var ætlast til þess að við myndum svíkja 40% af íslenskum sjómönnum sem ekki ná þessari 48 tíma fjarveru frá heimili sínu.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég varð hálf klökkur yfir viðbrögðum minna félagsmanna sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness þegar ég fór yfir þetta með þeim á fundinum í gær. Allir sjómenn í VLFA hefðu fengið þennan frádrátt á fæðishlunnindunum og ég bað þá með auðmýkt að fyrirgefa mér en ég vil og vildi ekki svíkja 40% af sjómönnum þrátt fyrir að mínir félagsmenn hefðu fengið sitt í þessu máli.

Sjómenn eru hetjur og standa saman á ögurstundum, enda kom fram á fundinum „þér er svo sannarlega fyrirgefið“, enda stöndum allir saman eða eins og einn fundarmaður sagði „einn fyrir alla, allir fyrir einn“.

Þetta er sagan af samskiptum stjórnvalda við sjómenn í þessari deilu og menn verða að fyrirgefa mér að mér finnst þessi pólitíski skollaleikur sem þarna var ástundaður ekki boðlegur í ljósi þess að gríðarlegir hagsmunir eru hér í húfi fyrir þjóðina alla. Ég hef upplýst þó nokkra þingmenn um þessa atburðarás, m.a. Pál Magnússon formann atvinnumálanefndar Alþingis með von um að svona vinnubrögð verði ekki ástunduð framar í stjórnsýslunni og líka í þeirri von að þetta réttlætismál nái fram að ganga og íslenskir sjómenn njóti sömu réttinda þegar kemur að dagpeningum vegna fæðiskostnaðar og aðrar starfsstéttir.“

Svo mörg voru þau orð.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2