fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Raðast í bankaráð

Orðið
Sunnudaginn 23. apríl 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nokkur slagur sé innan stjórnarflokkanna um formennsku í bankaráði Seðlabankans, sem kosið verður fljótlega. Forsætisráðuneytið hefur meira um Seðlabankann að segja en fjármálaráðuneytinu þykir skemmtilegt og auðveldar það ekki lausn mála.

Inn í þetta blandast hefðbundnar hrókeringar innan stjórnmálaflokkanna, sem gerir dæmið enn flóknara. Þannig vill Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, skipta út lögmanninum Ingibjörgu Ingvadóttur fyrir þingmanninn fyrrverandi Frosta Sigurjónsson.

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, verður áfram fulltrúi flokksins í bankaráðinu, enda í sterkri stöðu innan flokksins, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er sagður leggja áherslu á að Þórunn Guðmundsdóttir gegni áfram formennsku í ráðinu.

Þór Saari var orðaður við setu í bankaráðinu fyrir hönd Pírata, en babb er komið í bátinn þar sem hann hefur skráð sig sem stofnfélaga í Sósílistaflokk Gunnars Smára Egilssonar.

Auður Hermannsdóttir verður að líkindum áfram fulltrúi Bjartrar framtíðar og þá er eftir spursmálið hvort Ragnar Árnason verður áfram hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hver tekur sæti Viðreisnar liggur ekki enn fyrir, en þar á bæ hafa menn sagt skýrt að þeir vilji formennsku í bankaráðinu eða tvo fulltrúa. Slíkar kröfur vekja eftirtekt hjá flokki sem er við það að hverfa í skoðanakönnunum.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2