fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Hætta á að flokkurinn þurrkist út

Orðið
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar.

Orðið á götunni er að hart sé tekist á innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um fyrirkomulag á vali á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vörður, full­trúaráð sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, hef­ur samþykkt til­lögu um val á fram­boðslista flokks­ins í Reykja­vík til borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna næsta vor.

Til­lag­an kveður á um að haldið sé opið próf­kjör um odd­vita list­ans, en upp­still­ing­ar­nefnd, kjör­in af tæp­lega tvö þúsund meðlim­um full­trúaráðsins, ákveði aðra fram­bjóðend­ur.

Fyrir Verði fer Gísli Kr. Björnsson lögmaður. Í stjórninni, sem hann veitir forystu, sitja for­menn allra sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík auk annarra sem kjörn­ir eru á aðal­fundi Varðar. Til­lag­an var samþykkt með 19 at­kvæðum, án mót­atkvæða, á stjórnarfundi á dögunum.

Helstu rökin fyrir henni eru þau, að erfiðlega gangi að fá nýtt hæfileikafólk til að taka þátt í prófkjöri, auka þurfi breidd á framboðslistanum, þar sem hann geti meðal annars endurspeglað búsetu í ólíkum hverfum borgarinnar og tryggt ákveðna endurnýjun. Undirliggjandi er ótti margra sjálfstæðismanna við enn eitt kjörtímabilið í minnihluta, ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða.

Bessí Jóhannsdóttir.

Athygli vekur að félag sjálfstæðiskvenna er ósátt við tillöguna nú, enda þótt Hvöt hafi jafnframt harmað niðurstöðu undanfarinna ára í prófkjörum og farið fram á breytingar á framboðslistum eftir á.

En Gísli Kr. Björnsson fær þungavigtarstuðning í grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem Bessí Jóhannsdóttir stingur niður penna, en hún hefur verið áhrifakona í Sjálfstæðisflokknum í borginni um áratugaskeið; formaður Hvatar lengi vel og varaþingmaður, svo dæmi séu tekin.

Bessí hjólar í grein sinni í Arndísi Kristjánsdóttur, formann sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar, og skrifar:

Ef full­trúaráðið samþykk­ir ekki til­lög­una er veru­leg hætta á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þurrk­ist út í Reykja­vík í kosn­ing­um í vor eða í þar næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þótt höfuðborg­in hafi á árum áður verið höfuðvígi flokks­ins í meira en sex ára­tugi.

Og hún bætir við:

„Finnst Arn­dísi lýðræðis­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík bjóði fram lista þar sem kannski ein eða eng­in kona verður í fyrstu fimm efstu sæt­un­um, eng­inn full­trúi ungs fólks né eldri borg­ara og eng­inn full­trúi efri byggða borg­ar­inn­ar, sem þó eru í mikl­um meiri­hluta borg­ar­búa, s.s. Breiðholts, Árbæj­ar­hverf­is, Sel­ás­hverf­is, Norðlinga­holts, Grafar­vogs, Grafar­holts eða Úlfarsár­dals, ef niðurstaða próf­kjörs verður sú? Ætlar hún þá að una sínu beina lýðræði, eða ætl­ar hún að heimta það aft­ur að kjör­nefnd „leiðrétti“ list­ann, eins og hún og Hvöt gerðu eft­ir opið próf­kjör til alþing­is­kosn­ing­anna í fyrra?“

Og lokaorð Bessíar eru þessi:

Ætlar nú Arn­dís að bjóða ein­stak­ling­um að eyða millj­ón­um í próf­kjör og breyta síðan regl­un­um eft­ir á? Já, reynd­ar! Því ef þú hleyp­ur eft­ir duttl­ung­um fjöld­ans og breyt­ir stjórn­mála­skoðunum þínum eins og Par­ís­ar­tísk­an breyt­ist, frá vori til hausts, þá fyrst ertu kom­inn út á veru­lega hálan ís.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var við það að brotna niður þegar hann ræddi við menn eftir afrekið í gær – Sjáðu ræðuna

Var við það að brotna niður þegar hann ræddi við menn eftir afrekið í gær – Sjáðu ræðuna
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru leikmennirnir sex sem eru sagðir á blaði United núna

Þetta eru leikmennirnir sex sem eru sagðir á blaði United núna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vinna mikla vinnu á bak við tjöldin við að reyna að landa Gyokeres

Vinna mikla vinnu á bak við tjöldin við að reyna að landa Gyokeres
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“