fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Hafna afarkostum Viðreisnar

Orðið
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að alvarleg staða í sauðfjárrækt sé farin að valda miklum titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. Viðtal landshlutablaðsins Vesturlands við Harald Benediktsson, formann fjárlaganefndar og fv. formann Bændasamtakanna, sýnir gremju hans og margra fleiri sjálfstæðismanna með aðgerðaleysi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra og ekki bætir úr skák að í Valhöll telja menn Viðreisn reyna að kúga bændur í erfiðri stöðu til að taka upp búvörusamningana án þess að ræða það einu orði við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn.

Málavextir munu hafa verið þannig, að á fundi ráðuneytisstjórans í sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytinu með forystu sauðfjárbænda voru mögulegar aðgerðir ræddar til að bregðast við hruni á afurðaverði og offramboði á kindakjöti. Ráðuneytið hafði kynnt ákveðnar tillögur og forysta bænda óskaði eftir tilteknum breytingum á þeim.

Næsta sem gerist í gær, er að aðstoðarmaður fjármálaráðherra kemur þeim skilaboðum á framfæri við bændaforystuna, að skilyrði fyrir slíkum tillögum sé að búvörusamningarnir verði endurskoðaðir. Orðið á götunni er að forystumenn bænda hafi skilið þetta sem hreina afarkosti og þótti sem þarna væru komin skilyrði beint úr kosningastefnuskrá Viðreisnar.

Útspil fjármálaráðherra kom bændum í opna skjöldu og ekki síður þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem brugðust illa við í gær þegar tíðindin spurðust, enda höfðu þeir ekki heyrt á þetta minnst. „Bændur verða ekki kúgaðir til stuðnings við aðgerðaáætlun,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og má ljóst verða, að hart verði tekist á um þessi mál næstu daga, nú þegar sláturtíð er að hefjast.

Þessi sami sjálfstæðisþingmaður bætti við: „Þeim fækkar óðum, ástæðunum fyrir því að styðja þessa blessuðu ríkisstjórn.“

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United