fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Að vera eða vera ekki geislavirkur

Orðið
Föstudaginn 15. september 2017 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Sjálfstæðisflokkurinn logi stafnanna á milli eftir tíðindi gærkvöldsins, þar sem Björt framtíð ákvað á stjórnarfundi að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Blöð voru farin í prentun, flestir farnir að sofa þegar svofellt skeyti var sent til fjölmiðla af hálfu stjórnarformanns Bjartrar framtíðar:

„Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.“

Svo mörg voru þau orð. Grasrót flokksins tók völdin, ráðherrarnir stóðu frammi fyrir vonlausri stöðu. Fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar náði ekki einu sinni að mæla fyrir sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi áður en það sprakk í loft upp.

Björt framtíð nýtti tækifærið

Fyrir tæplega ári sagði nánasta bakland Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri hálf geislavirkur og yrði að víkja. Stuttu síðar stendur Bjarni í sömu sporum. Enginn efast um kaldhæðni örlaganna.

Á vettvangi stjórnmálanna telja margir að forystumenn Bjartrar framtíðar hafi fyrir löngu talið ríkisstjórnina búna að vera. Framundan séu fjárlög sem hefðu getað reynst flokknum pólitískt þungbær og ekki hafi skoðanakannanir verið hagstæðar — nema síður sé. Nú hafi flokkurinn látið brotna á prinsippmálum tengdum kynferðisglæpum, sem allur almenningur hefur algjöra andstyggð á, og geti á ný öðlast hlutverk í íslenskum stjórnmálum.

Og framganga ýmissa forystumanna Sjálfstæðisflokksins í þessum uppreist-æru-málum undanfarna daga og vikur hefur verið eins og umferðarslys í hægri endursýningu. Röð af röngum ákvörðunum, þögn og leyndarhyggja. Nefndarmenn flokksins neita að kynna sér gögn og loks upplýsir dómsmálaráðherra að forsætisráðherrann hafi mánuðum saman búið yfir þeirri vitneskju að faðir hans hafi verið einn meðmælenda með barnaníðingi í umsókn um uppreist æru. Hélt þetta fólk í alvöru að þetta myndi ekki komast upp? Að hægt væri að sópa þessu undir teppið?

Vinstri græn og Framsókn bíða átekta

Orðið á götunni er að strax í nótt hafi forystumenn Sjálfstæðisflokks borið sig upp við Vinstri græna og Framsóknarflokk. Þar á bæ vilja menn ekki taka neinar ákvarðanir strax, enda öll kurl ekki enn komin til grafar. Þessir flokkar væru alveg til í kosningar, en það er kostur sem líklega er sá versti í stöðunni á þessum tímapunkti fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

Ekki er staða Benedikts Jóhannessonar innan Viðreisnar betri. Hann vissi um þátt Benedikts Sveinssonar frænda síns undanfarna daga, en sagði ekki neitt. Hann er tengdur Bjarna og Benedikt svo nánum fjölskylduböndum, að hann er einhvern veginn ekki rétti maðurinn til að ræða þessi mál. Enda sagðist Benedikt ekki upplifa trúnaðarbrest, þvert á yfirlýsingar félaga hans innan Bjartrar framtíðar.

Innan Sjálfstæðisflokksins er horft til þess hver gæti leyst Bjarna Benediktsson af hólmi sem formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, verði þessi mál til þess að hann víki af vettvangi stjórnmálanna. Er þar helst nefndur til sögunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, maðurinn með mörgu pólitísku lífin, sá sem lifað hefur af flest banatilræðin í pólitíkinni.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Gaf Díegó í jólagjöf
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær

Fólki var brugðið þegar þau sáu þetta – Óvænt gifting á Old Trafford í gær
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“

Félag fasteignasala afhjúpaði fasteignasala sem er ákærður fyrir fjárdrátt – „Slík mál eru sem betur fer mjög sjaldgæf“