fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Hafnfirsk Framsóknarbjartsýni

Orðið
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Framsóknarflokkurinn ætli sér stóra hluti í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum. Mun hann bjóða fram undir merkjum Framsóknar og óháðra, til að höfða til sem flestra og vera með sem breiðasta skírskotun.  Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitamálaráðherra, er sagður oddvitaefni Framsóknarmanna og óháðra. Þá er Bolvíkingurinn Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla sagður stefna á 2. sætið, en hann er varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, skipaði 9. sætið árið 2014.

Framsóknarflokkurinn reið ekki feitum hesti fyrir fjórum árum, kom engum manni inn, með 751 atkvæði. Reyndar er það rannsóknarefni hversu illa Framsóknarflokkurinn virðist liðinn meðal Hafnfirðinga þegar úrslit kosninga eru skoðuð í sögulega ljósi, en flokkurinn kom síðast inn manni árið 1998. Þar á undan kom hann inn manni árið 1982, en Framsókn hefur aldrei átt meira en einn mann í bæjarstjórn og þrisvar setið í meirihluta, síðast árið 1998. Í alls níu kosningum frá árinu 1954 hefur Framsókn mistekist að fá mann kjörinn.

Núverandi meirihlutinn samanstendur af Sjálfstæðisflokknum (5) og Bjartri framtíð (2) en markmið Framsóknar er að koma inn manni, allt umfram það yrði að teljast stórsigur,  sögulega séð.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Chelsea lagði Leicester

England: Chelsea lagði Leicester
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“