Orðið á götunni er að verkalýðshreyfingin þurfi að taka sig á þegar kemur að hlutfalli kynjanna innan æðstu raða ASÍ. Eftir að tillaga um að segja upp kjarasamningum var felld í gær, kom bersýnilega í ljós að baráttuöskur verkalýðsbaráttunnar er 100% bassarödd.
Myndir af fundinum hafa vakið upp viðbrögð jafnréttissinna, þar sem allir talsmenn aðildarfélaga ASÍ eru karlar. Er því nema von að spurt sé hvar konurnar séu ?
Framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns Eflingar ætti því að teljast heillspor í kvennabaráttunni, en framganga hennar hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir og er væntanlega innblástur fyrir vísuna birtist í bakgrunni myndarinnar hér við færsluna, en höfundurinn er Anton Helgi Jónsson rithöfundur sem skeytti vísunni við myndina:
Fátt er það sem hræðist her,
hraustra verkakalla.
Kannski helst að kvennager,
kjósi burt þá alla.