fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Halla Björg opnar sig um átröskun: „Ég mun þurfa að gefast upp fyrir átröskuninni þar til minn síðasti dagur rennur upp“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg er 27 ára, einstæð móðir fjögurra barna. Frá barnsaldri hefur hún glímt við álit annarra og útlit sitt. Svo mikið að hún var farin að stríða við anorexíu 13 ára gömul. Sjúkdóm sem heltók líf hennar fyrir fjórum árum og meðan hún gekk með tvíbura og missti barnsföður sinn.

Í dag hefur Halla Björg horfst í augu við sjúkdóm sinn og velur að glíma við hann og sigra á hverjum degi. Hún stígur fram með sögu sína til að sýna öðrum sem glíma við anorexíu að þeir eru ekki einir.

Frá því að ég var lítil stelpa þá hef ég verið háð áliti annarra – svo háð að fyrir ekki svo löngu síðan þurfti ég að kynnast sjálfri mér algjörlega uppá nýtt. Það háð að ég var farin mjög ung að gera mér grein fyrir hversu sjúkt ástandið var orðið, en samt ekki. Leyfði fólki, aðstæðum og lífinu yfir höfuð að geyma mig í lokuðu og læstu búri til þess að meiða mig andlega.

Ég var þessi unga stelpa sem fékk brjóst seinust af mínum vinkonum, ég man hvað mér fannst það ömurlegt. Ég var farin að stinga sokkum inn á toppana sem ég var í til þess að ég gæti verið eins og hinar stelpurnar, semsagt bara allt í einu komin með svalirnar – frú Pamela Anderson eins og ég var kölluð fyrir framan alla sem nálægt voru í íþróttatíma i grunnskólanum sem ég var í þegar annar sokkurinn datt!! Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér leið, stelpunni sem vildi bara tilheyra.

Ég fékk aldrei stór brjóst, í staðinn fékk ég stóran rass, stór læri og miklar mjaðmir að ég hélt og sannfærði sjálfa mig. Í speglinum var ég vægast sagt viðbjóður. Ég var farin að hugsa um silikon aðgerð, fitusog á rassi,lærum og mjöðmum mjög ung. Hvernig stóð á þessu? Af hverju var ég svona vansköpuð? Loksins fann ég fullkomna lausn fyrir mér á lífinu – borða mikið og æla svo öllu, oj hvað það var vont, táraðist og horið lak út úr nefinu á mér við átökin, þegar ég var búin að tæma í fyrsta skiptið þá klæddi ég mig úr öllum fötunum, pósaði og brosti framan í spegilinn – sagði: „þetta geri ég 100% aftur“ vá hvað ég grenntist við þetta eina skipti (augljóslega ekki). Sjúkdómurinn var farinn að tala og reyna að ná tökum á mér. Þarna var ég 13 ára gömul.

Þessa rútínu prófaði ég í nokkur skipti, gleymdi svo einhverstaðar í ferlinu að ég hafi ákveðið að þróa með mér sjúkdóm. Lífshættulegan sjúkdóm. Mánuðirnir liðu og annað slagið ef upp kom samviskubit og ég var ein þá tóku við ælutímar.

Núna ætla ég að hraðspóla og leyfa ykkur kæru lesendur að komast inn í brenglað líf.
Ég hef lesið ótalmargar greinar, setið á fyrirlestrum í hópi fólks sem er að berjast við átröskun, rætt við geðlækni um ástand mitt – aldrei heiðarleg aldrei.

Átröskunin heltók líf mitt

Átröskunin heltók líf mitt árið 2014. Þegar ég segi „heltók“ þá gerðist það hægt en örugglega. Í augum barnanna minna sem þá voru þriggja og sex ára var mamma alltaf með gubbupest. Ég var aldrei hrædd, ég elskaði að skila öllu. Ég æfði crossfit af krafti og af mikilli maníu, át og sprautaði í mig sterum, skóflaði í mig brennslutöflum, ólöglegum og hættulegum töflun, rauðum, bláum, hvítum, gulum og svörtum, inn á milli þess sem ég þræddi 2-3 bílalúgur eftir hverja einustu æfingu og fékk mér sveitt sjoppufæði – hamborgara, gelgjufæði, frönskum, koktelsósu, gos og súkkulaðistykki í desert. Brunaði því næst heim ennþá í svitabaði eftir æfingu og extra miklu vegna afleiðinga brennslutaflanna sem ég hafði innbirt um morguninn. Hljóp inn á klósett og ældi svo harkalega að ég meyddi mig. Ég var orðin sár í kokinu að þetta var orðin pína, mér var alveg sama, líkami minn var að mótast af vöðvum og fallegu sixpakki, flatur magi og úrið var hætt að passa utan um únliðinn á mér. Ég elskaði sjálfa mig, vá hvað ég var fáranlega flott. Svona tímabil komu og fóru, ég var brjáluð í hvert skipti sem ég fór á klósettið því ég þurfti að hafa fyrir því að losa mig við það sem ég hafði borðað. Það er að segja að líkaminn talaði ekki fyrir sjúkdóminn heldur „bara“ hausinn á mér.

Beið eftir anorexíu á meðgöngunni

Af hverju kom aldrei þessi anorexia? Hversu langt þurfti ég að ganga til að hún kæmi? Snemma árs 2015 fer ég í draumaaðgerðina, brjóstastækkunina sem ég hafði þráð í 15.ár. Ég fór úr að ofan í viðtalinu við lækninn, fer í topp til þess að máta stærðir á púðum. Ég vildi alltaf stærri og stærri þangað til læknirinn sagði: „flott ég lofa engu, reynum að „troða“ þessari stærð, ekki láta þér bregða ef þú vaknar upp við púðana sem þú mátaðir á undan þessum.“ Ég vaknaði með stærðina sem hann stoppaði mig í. Hamingjan við það að vakna með brjóst var ólýsanleg. Tæpum þremur vikum eftir að draumurinn minn hafði ræst varð ég ófrísk af tvíburum. Alla meðgönguna óttaðist ég að brjóstin mín yrðu ónýt, ég yrði að passa mig að fitna ekki um eitt gramm. Á meðgöngunni var ég skelfilega veik af morgunógleði og átröskuninni, ég þurfti til að byrja með næringu í æð vikulega því ég léttist hratt og örugglega og var glær. Þráhyggjan við að „halda mér“ var yfir öll mörk. Feluleikurinn, lygin, siðblindan og geðveikin er yfir allt annað hafin þegar um átröskun er að ræða. Heilbrigðisstarfsfólki grunaði ekkert, enda aldrei spurð út í eitt né neitt því eina sem þeim datt örugglega í hug var bara brjáluð ógleði sem getur fylgt meðgöngu og hvað þá fjölburameðgöngu. Þegar ég var komin 12 vikur á leið fékk ég lyf við ógleðinni og við lyfjatökuna kom örlítill stopptakki og náði ég loksins að næra börnin í bumbunni. 4-6 lítrar af kókþambi á sólarhring. Ég fékk krónískar sveppasýkingar í munn við kókdrykkju mína, svitnaði og skalf ef ég átti ekki kók og oftar en ekki fór ég útí búð á miðri nóttu til að ná mér í kók.

Þyngdist innan við 5 kíló á tvíburameðgöngu

Í seinustu mæðraskoðuninni áður en ég átti tvíburana var ég 4,8 kílóum þyngri en ég var í þeirri fyrstu. Ég átti skilið fálkaorðuna fyrir að „halda mér á mottunni“ alla meðgönguna.

Börnin fæddust 30.september 2016. Oj ég var með útþaninn maga, sauma og plástur yfir keisaraskurðinum, full brjóst af mjólk og skjannahvít. Ég lét átökin við það að kasta upp ekki stoppa mig þrátt fyrir að ég væri með sauma, þið vitið það er vont að hlægja,hósta, sjúga í nefið, sníta sér, labba og yfir höfuð bara vont að skipta um stellingar í sjúkrarúminu. En að æla? Ónei það var nauðsyn en ég meiddi mig samt og af því að ég meiddi mig þá borðaði ég bara þegar ég neyddist til þess upp á brjóstamjólkina að gera.

Banani, mjólkurvörur, fiskur, kjöt, þurrt kex, hafragrautur, safar, boost, sjoppufæði, pizzur, kalt vatn og svo framvegis fór allt í klósettið, stéttina eða ælupokann sem var við rúmið mitt eða þar sem ég stóð eða var. Ástandið var orðið svo ógeðslega sjúkt. Með blogginu fylgja myndir sem ég var ófeimin við að sýna, en eins og í dag þegar ég átta mig af hverju ég var svona flott og athyglissjúk fljótt eftir tvíburameðgöngu fæ ég kjánahroll. Ég var flott út af ífshættulegum sjúkdóm sem ég hafði verið búin að þróa með mér á skelfilegan stað.

Í mars 2017 fyrirfór barnsfaðir tvíburanna minna sér og þeir voru rétt rúmlega fimm mánaða gamlir þá. Við tók enn eitt hræðilega erfitt tímabil við, bæði líkamlega og andlega – ég hataði lífið og nánast alla þá sem voru lifandi á jörðinni. Ég fór einu sinni á 14 dögum á Rub23 með vinkonu minni til að dreifa huganum og einu sinni með fjölskyldunni minni sem var komin til að vera við kveðjustund barnsföðurs mína upp á gjörgæslu á Greifann. Í bæði skiptin ældi ég matnum og fannst ömurlegt að þurfa að borga fyrir hann. Ætti ég að segja konunni á kassanum frá því að maturinn væri hvort sem er bara allur í klósettinu? Ætli hún muni ekki vorkenna mér og gæti í það minnsta gefið mér afslátt? Ónei ef það var einhverntímann sem ég réttlætti sjúkdóminn þá var tíminn akkúrat þessi. Átröskun og líðan haldast í hendur, allavega hjá mér. Þegar ég er að stjórna leiksýningunni, ég og minn fársjúki haus. Árið 2016 var hausinn hættur að stjórna og líkaminn farinn að vinna. Ennþá var ég ekki hrædd. Ástæðurnar voru svo margar. Árangursmyndirnar, ég gat borðað það sem mér datt í hug á hvaða tíma sólarhringsins sem var, ég gat montað mig á snappinu þegar ég var að elda mér mat á nóttunni eða gúffa í mig kleinuhringjum og í hvert einasta skipti fékk ég sent frá einhverjum: „Halla vá hvernig geturu verið svona grönn miðað við allt ógeðið sem þú borðar?“ Svona skilaboð elskaði ég, svona skilaboð gáfu mér kraft og þor til að halda áfram að sannfæra mig um það að ég og matur áttum í ástar&haturssambandi.

Í dag er ég skíthrædd loksins er ég skíthrædd. Ekki 100% heldur svona 30% af tímanum, fyrir mér er það allavega byrjunin og alveg nóg. Ég var komin með krónískar magabólgur og blæðandi magasár, ældi blóði, svitaköstin dagleg, kvíðinn átti mig alla. Börnin mín hafa ekki fengið að alast upp við það að mamma þeirra borði með þeim í öllum matmálstímum og á ég að heita þeirra fyrirmynd í einu og öllu. Ég er mamman sem er í keng í sófanum af verkjum og mamman sem er alltaf með gubbupest. Mamman sem eyðir mörgum þúsundköllum í mat sem skilar sér max tíu mínútum seinna eftir að ég hef gúffað í mig.

„Samt er ég ekkert veik – 95% af tímanum réttlæti ég ástandið og það vel!!“

Leitaði hjálpar hjá Landsspítalanum

2017 braut ég ísinn, sendi tölvupóst á atroskun@landsspitali.is: „Góðan dag. Ég hef verið að glíma við átröskun í mörg ár. Mig langar til að leita mér hjálpar. Ég er örlítið hrædd við að leita mér hjálpar og veit í rauninni ekki neitt hvað ég á að skrifa annað en símanúmerið mitt.“

Í framhaldinu hringir í mig sálfræðingur frá átröskunarteymi Landsspítalans og spyr mig nokkurra einfaldra spurninga, fyrir mér var konan að ráðast á mig, dæma mig, pottþétt með einhverja svipi að hneykslast á mér. Mig langaði mest af öllu að skella á hana og segja að þetta hafi verið stór miskilningur. Þarna var ég búin að fá mér fullan nammipoka í morgunmat á meðan ég var að mata börnin á hafragraut með stöppuðum banana. Ég bað konuna að bíða aðeins á línunni og lagði frá mér símann. Ég bað guð almáttugan að sýna mér meir og meir, veita mér fúsleika, skynsemi, heiðarleika, kraft, hugrekki og að hann myndi taka frá mér óttann, gremjuna, sjálfselskuna og það að ég fengi málið aftur. Ég tók upp símann og sagði: „ég er hrædd, ég þori ekki að tala við þig en ég ætla samt að gera það.Ég er 27 ára móðir fjögurra barna og vil ég alls ekki deyja úr þessum sjúkdóm- svo spurðu mig og ég svara!“

Þið skiljið mig kannski ekki.. ég var fullkomlega meðvituð um að á þessari stundu akkúrat þarna væri þetta bara svona, ég yrði hætt að vera hrædd á eftir. Guð svaraði bænum mínum, því ég er enn hrædd, ég er enn svöng, ég er enn að skila og tæma, ég er alltof létt, það sést í rifbeinin á mér á morgnana og djöfull er ég flott!! Sjúkdómur lyginnar og geðveikinnar.

„Ég er á góðu róli úr þessu lokaða fangelsi“

Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun fyrir áramótin núna að taka mig á, í þetta skiptið því jú ég hafði tekið þessar meðvituðu ákvarðanir þúsund sinnum og í þessi þúsund skipti var ég að beita sjálfa mig andlegu ofbeldi, hörku, frekju og að vilja allt strax því þolinmæðin var engin og hvað þá skynsemin. Ég ákvað að vera góð við mig og setja mér skýr markmið, raunhæf markmið sem ég gæti staðið við því ég hætti að ÆTLA og mig fór að langa og reyna. Matardagbók, geðlæknaviðtöl, koma upp um sjálfa mig með því að senda sms í hvert skipti sem ég sleppti matartíma, borðaði meira en dagbókin sagði mér að gera á þeirri stundu, í hvert skipti sem ég skilaði og alltaf þegar mig langaði að deyja því ég hafi ekki farið og skilað hálfu þurru hrökkkexi. Ég fór að vita smám saman hvað þolinmæði væri og þegar tíminn var kominn sem ég áttaði mig á því að ég væri komin í ágætis jafnvægi með það að halda sjukdómnum niðri að þá tóku við tannviðgerðir, reyna að byggja hárið sem ég hafði misst upp aftur, þvílíkt frelsi að krónísku magabólgurnar og blæðandi magasárin hafa ekki látið á sér bera í nokkra mánuði, að ég standi eða sitji ekki í keng vegna þess hversu verkjuð ég er. Ég er á góðu róli út úr þessu lokaða fangelsi sem ég hélt að ég kæmist aldrei út úr. Ég elda mat fyrir börnin mín og þau fá að alast upp við það að eiga matartíma núna. Ég er heppin að vera á lífi, ég ber virðingu fyrir þessum lífshættulega sjúkdómi sem ég þróaði með mér og kom mér næstum í gröfina. Ég er skíthrædd við að hann nái mér aftur. Einn dag í einu og hver dagur er sigur.

„Ég get verið hjálpin sem þú leitar að“

Ég vona að þessi pistill dreifist sem víðast og að ég geti verið hjálpin sem þú ert búin að vera að leita að. Tilgangur þess að ég læt loksins verða af því að birta pistil sem ég hef geymt í notes í marga marga mánuði og er alltaf að bæta við hann til að minna mig á hvaðan ég er að koma er ekki til að þú getir sagt mér hversu flott ég var á þessum myndum. Ég vil að þú tárist, lokir augunum og hugleiðir það hvort að þú hafir einhverntímann strögglað. Hvort þú tengir lítið eða mikið við pistilinn. Ég gæti skrifað heila bók um það hvað ég hef gert, um sjúkdóminn, um hvernig hausinn à mér virkar og líkami á meðan ég er sem veikust, í 50% jafnvægi, hvernig ég er að berjast við átröskunina á hverjum einasta klukkutíma alla daga á meðan ég er „frísk“ og sem veikust.

Takk fyrir að lesa, ég er til staðar fyrir þig ef þú þarft á mínum stuðningi að halda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.