fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Hannyrðabúðin á Selfossi: Allt til hannyrða á einum stað!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júlí 2016 05:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er betra en að versla í sérhæfðri verslun þar sem afgreiðslufólkið veit allt um vörurnar sem eru á boðstólum og getur gaukað að þér góðum ráðum. Hannyrðabúðin á Selfossi er einmitt slík verslun. Hún var opnuð árið 1968 í Hafnarfirði, flutti svo í Garðabæ, þaðan til Hveragerðis og er nú búin að vera á Selfossi í fjögur ár. Systurnar Gulla og Bára eru hættar afgreiðslu í versluninni en í stað þeirra standa þær Alda Sigurðardóttir og Þóra Þórarinsdóttir vaktina – en þær eru báðar aldar upp við ríka handavinnuhefð.

Fólk vill ráðgjöf og þjónustu

Hannyrðabúðin flytur inn margar fallegar garntegundir. Hér sést yndislegt handlitað Malabrigio garn frá Perú og nokkrar tegundir frá Cascade.
Hannyrðabúðin flytur inn margar fallegar garntegundir. Hér sést yndislegt handlitað Malabrigio garn frá Perú og nokkrar tegundir frá Cascade.

,,Við skynjum að fólk vill fá ráðgjöf og þjónustu þegar það er að versla,” segir Þóra. ,,Viðskiptavinir okkar koma oft um langan veg og margir hafa skoðað Facebook-síðuna okkar fram og aftur því við höfum verið duglegar að setja þar inn myndir af vörunum okkar,” bætir Alda við. ,,Við vildum auka þjónustuna enn meira og höfum nú opnað vefsíðu þar sem sjá má stóran hluta af garninu okkar. Það auðveldar þeim sem búa langt frá að velja það sem þeir vilja fá og þeir sem hafa tök á að koma til okkar geta þá hæglega skoðað og kynnt sér vöruúrvalið áður en þeir koma í verslunina. Það er meira að segja hægt að leita eftir prjónastærð, þannig að ef þú ert með uppskrift fyrir prjóna nr. 3 – 4 velur þú það sem leitarorð og færð upp valsíðu þar sem allt garn fyrir þessa prjónastærð sést. Við erum með marga viðskiptavini sem búa langt í burtu og sendum daglega með pósti stundum langt út í heim. Síðan verður í sífelldri vinnslu og við munum bæta vöruflokkum við þar til svo að segja allt sem er í boði verður komið þangað. Þetta er skemmtilegt verkefni og þakklátt, því margir hafa lítinn sem engan aðgang að handavinnuefni í sinni heimabyggð. Svo hringir fólk sem er að skoða síðuna og spyr um hitt og þetta og við reynum að veita leiðsögn eftir bestu getu,” segir hún.

Glæný vefverslun og endalaust úrva

Þær stöllur segja vefverslun færast í aukana og það sé eðlilegt þar sem mikið framboð sé af alls kyns vöru um allan heim, fólk þurfi þó að varast að kaupa köttinn í sekknum. ,,Flestir hafa heyrt sögur af fólki sem hefur verið óheppið með viðskipti á netinu og þá sérstaklega erlendis frá. Með því að versla á íslenskri síðu getur fólk kynnt sér vöruna á annan hátt; textinn er á íslensku og hægt er að hringja og spyrja áður en ákvörðun er tekin og með þeim hætti er tryggt að viðskiptavinurinn sé að fá gæðagarn.”

Ný heimasíða, [hannyrdabudin.is](http://hannyrdabudin.is/) gefur fólki kost á að skoða vöruvalið og versla þótt það búi fjarri versluninni.
Ný heimasíða, [hannyrdabudin.is](http://hannyrdabudin.is/) gefur fólki kost á að skoða vöruvalið og versla þótt það búi fjarri versluninni.

Alda og Þóra segja það skipta miklu máli að bjóða upp á fjölbreytt úrval af garni og koma til móts við sem flestar þarfir. ,,Okkur finnst skipta miklu máli að geta boðið fjölbreytt úrval af garni og flytjum því mikið af garni inn sjálfar frá nokkrum framleiðendum og tryggjum þannig bæði breitt vöruval og gott verð. Margir kúnnar grípa andann á lofti þegar þeir koma inn til okkar þar sem verslunin virðist ekki stór séð utan frá en hún leynir á sér. Við erum komnar með rétt ríflega 160 tegundir af garni og hver tegund fæst í mörgum litum. Sumar konur hafa orðið svo glaðar að sjá þetta allt að þær hafa meira að segja spurt hvort þær megi gista!” segja þær hlæjandi.

Hér fæst allt til hannyrða, hvort sem leitað er að tilbúnum pakkningum eða hráefni fyrir eigin hugmyndir.
Hér fæst allt til hannyrða, hvort sem leitað er að tilbúnum pakkningum eða hráefni fyrir eigin hugmyndir.

Hannyrðabúðin, Eyravegi 23, 800 Selfoss. Sími: 555 – 1314.
Opnunartími: 11.00 – 18.00.
www.hannyrdabudin.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni