Lögreglan í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hefur opinberað myndbrot og ljósmyndir úr aðsetri söngvarans Prince við Paisley Park, en myndefnið var tekið skömmu eftir andlát hans í apríl árið 2016.
Prince lést 57 ára að aldri og leiddi krufning það í ljós að hann hafi látist af völdum ofneyslu lyfja.
Í myndefninu má finna ýmis lyfjaílát og ógrinni af snyrti- og förðunarvörum. Einnig sjást ýmsir leikmunir, ljósmyndir og málverk stillt upp til að sýna stærstu afrek stjörnunnar, en var þó hvergi vottur af minnismerkjum um fjölskyldumeðlimi eða vini.
Örstutta kynningarferð um Prince-setrið má finna í eftirfarandi myndbroti ásamt ljósmyndum lögreglunnar hér að neðan.