fbpx
Mánudagur 31.mars 2025

Gunnar Smári: „Mamma fór með okkur inn í herbergi, lokaði og beið eftir að hann færi af heimilinu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 20. apríl 2018 20:00

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson var um áratuga skeið einn þekktasti blaðamaður og ritstjóri landsins. Nú stendur hann í sporum sósíalistaleiðtogans og berst fyrir því að rödd alþýðunnar fái að heyrast í borgarmálunum. Lífsskoðanir hans hafa mótast af uppeldi í fátækt og alkóhólisma og hans eigin baráttu við kerfið og sjúkdóminn. Kristinn Haukur ræddi við Gunnar Smára um æskuna, stéttabaráttuna og hlutverk blaðamennskunnar.

Þetta er brot úr stóru viðtali úr helgarblaði DV

Pabbi datt á jólatréð

Gunnar Smári er fæddur í Hafnarfirði árið 1961 þegar fjölskyldan átti heima á Krosseyrarvegi. Hann er yngstur fjögurra sona, hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Egils Hansen. Vinir og kunningjar nota yfirleitt seinna nafnið og höldum okkur við það í þessari frásögn. Fjölskylda Smára flutti á Sólberg í Garðahreppi og síðan á Seljaveginn í Reykjavík. Guðrún og Egill skildu þegar Smári var fimm ára og fluttist Guðrún áfram með synina milli íbúða næstu árin. Fyrst á Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi, í Ljósheima 12 og síðan á númer 8 við sömu götu uns þau fengu loksins verkamannaíbúð í Unufelli þegar Smári var tólf ára. „Þú sérð hvernig það var að vera á leigumarkaði á þessum árum,“ segir hann. „Ég hafði átt heima á sjö stöðum þegar ég var tólf ára.“

„Pabbi var mikill alkóhólisti og mamma var af fyrstu kynslóð kvenna sem skildi við fulla kallinn. Fram að því neyddust konur til að hanga áfram í samböndum með alkóhólistanum. Ég var slysabarn og fæddist í raun eftir að þau hefðu átt að vera skilin.“ Telur Smári að fæðing hans hafi líklega frestað skilnaði foreldra hans um fjögur eða fimm ár.

„Pabbi drakk fyrir allan pening heimilisins og þetta olli mömmu og bræðrum mínum miklu álagi,“ heldur Smári áfram. „Sjálfur man ég lítið eftir þeim saman því mamma fór með okkur af heimilinu þegar ég var lítill. Mér finnst ég í raun hafa sloppið nokkuð vel frá alkóhólisma pabba. Hann mótaði meira æsku bræðra minna.“

Beitti hann ofbeldi þegar hann drakk?

„Nei, hann gerði það ekki en hann réði ekki við sig. Ég man fyrst eftir honum drukknum á aðfangadag þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gamall. Þá datt hann á jólatréð. Á gamlárskvöld datt hann með rakettu sem flaug undir nærliggjandi bíla. Síðan man ég eftir að mamma fór með okkur inn í herbergi, lokaði og beið eftir að hann færi af heimilinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Geta eytt á við stórliðin ef þeir komast upp á árinu – 36 milljónir í nýja leikmenn

Geta eytt á við stórliðin ef þeir komast upp á árinu – 36 milljónir í nýja leikmenn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðurfræðingur dregur í efa að menn hafi verið settir í hættu í Kópavoginum – „Það er mjög sjaldgæft“

Veðurfræðingur dregur í efa að menn hafi verið settir í hættu í Kópavoginum – „Það er mjög sjaldgæft“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mark Ara Sigurpáls í fyrsta leik í Svíþjóð

Sjáðu mark Ara Sigurpáls í fyrsta leik í Svíþjóð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið