Burnley tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.
Kevin Long kom varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 20. mínútu og gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik.
Ashley Barnes jafnaði metin fyrir Burnley á 64. mínútu eftir að skot frá Jóhanni Berg Guðmundssyni hafnaði í framherjanum og þaðan fór hann í netið.
Victor Moses skoraði svo sigurmark leiksins á 69. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Chelsea í hörkuleik.
Antonio Conte, stjóri Chelsea var ánægður með að ná í þrjú stig á erfiðum útivelli.
„Við spiluðum vel gegn mjög góðu liði, það er mjög erfitt að spila á móti þeim, sérstaklega á þeirra eigin heimavelli. Ég er mjög ánægður með vinnusemina í framherjunum mínum,“ sagði Conte.
„Þeir spiluðu mjög vel, bæði með og án bolta en heilt yfir fannst mér við vera betri í dag og eiga sigurinn skilinn. Ég er ekki vanur að vilja spila með tvo framherja en mér fannst þeir ná mjög vel saman í dag.“
„Það er jákvætt að vera með þennan möguleika fyrir hendi. Ég var virkilega ánægður með hugarfar minna manna í kvöld og vonandi getum við tekið það með okkur inn í undanúrslit FA-bikarsins,“ sagði Conte að lokum.