fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
FréttirPressan

Borgarbúar óttast dularfullt dýr – Sagt vera djöflahundur – Hefur drepið tvo hunda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 06:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í argentínsku borginni Santa Fe eru margir hverjir ansi smeykir þessa dagana í kjölfar myndbirtinga af dularfullu dýri sem er sagt hafa drepið tvo hunda í borginni. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort dýrið sé kannski manneskja, sem hefur klætt sig í gervi, eða hvort hér sé um eitthvað yfirnáttúrulegt eða áður óþekkt dýr að ræða.

Í umfjöllun New York Post um málið kemur fram að margir séu lafhræddir vegna frétta um að dularfullt dýr ráðist á heimilisdýr borgarbúa. Hér sé um dýr í djöflalíki að ræða, einhverskonar blöndu af manneskju og hundi. Dýrið er sagt hafa drepið tvo hunda hið minnsta. Mynd af dýrinu náðist á eftirlitsmyndavél og hafa sumir sagt að dýrið líkist kameldýri að vissu leyti því það er með langan háls og lítið höfuð.

Myndir af dýrinu hafa fengið mikið áhorf á YouTube og hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum hefur stigið fram og deilt þekkingu sinni um þetta dularfulla dýr með þeim sem vilja heyra.

Sumar kenningar ganga út á að hér sé um sannkallaðan djöflahund að ræða þar sem manneskja geti breytt sér í hund. Aðrar kenningar ganga út á að hér sé um hið goðsagnakennda dýr Chupacabra að ræða en það er dýr sem ræðst á önnur dýr að næturlagi og sýgur blóð úr þeim. Chupacabra hefur lengið verið til í munnmælasögum í Ameríku og trúin á þetta dularfulla dýr fékk byr undir báða vængi 2007 þegar yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum rannsökuðu hvort dautt dýr, sem fannst í ríkinu, væri Chupacabra. Svo reyndist ekki vera. Hræið reyndist vera af sléttuúlfi sem hafði misst feldinn.

En líklegast eru myndirnir sem náðust í Santa Fe falsaðar og því full ástæða til að taka þeim af varúð. En hvað sem því líður eru margir borgarbúar óttaslegnir vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags