fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sindri strokufangi: „Active 23 minutes ago“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í gær til Svíþjóðar fór á Facebook-síðu sína í hádeginu. DV hefur rætt við sameiginlegan vin hans sem segir að hann hafi verið: „active 23 minutes ago“, um klukkan eitt á íslenskum tíma. Sindri virðist hafa notað tækifærið til að eyða Facebook-síðu sinni.

Sindri Þór var í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að þjófnaði á 600 tölvum sem og innbrotum. Sindri Þór var vistaður á Sogni, sem er opið fangelsi og flúði þaðan til Svíþjóðar. Hefur verið sett spurningarmerki við það að fangi í gæsluvarðhaldi hafi verið vistaður í opnu rými. Sjö klukkutímar liðu frá því að hann fór út um glugga á Sogni þangað til flóttinn uppgötvaðist. Sindri Þór var lentur á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi áður en byrjað var að athuga hvort hann gæti hafa komist úr landi en hann flaug í sömu vél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Flugmiðinn sem Sindri notaði var á öðru nafni en hans eigin. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekkert sem bendi til þess að Sindri hafa notað skilríki til að komast úr landi.

Páll Winkel gaf þó annað í skyn í Kastljósi í gær þegar gengið var á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt