Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í gær til Svíþjóðar fór á Facebook-síðu sína í hádeginu. DV hefur rætt við sameiginlegan vin hans sem segir að hann hafi verið: „active 23 minutes ago“, um klukkan eitt á íslenskum tíma. Sindri virðist hafa notað tækifærið til að eyða Facebook-síðu sinni.
Sindri Þór var í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að þjófnaði á 600 tölvum sem og innbrotum. Sindri Þór var vistaður á Sogni, sem er opið fangelsi og flúði þaðan til Svíþjóðar. Hefur verið sett spurningarmerki við það að fangi í gæsluvarðhaldi hafi verið vistaður í opnu rými. Sjö klukkutímar liðu frá því að hann fór út um glugga á Sogni þangað til flóttinn uppgötvaðist. Sindri Þór var lentur á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi áður en byrjað var að athuga hvort hann gæti hafa komist úr landi en hann flaug í sömu vél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Flugmiðinn sem Sindri notaði var á öðru nafni en hans eigin. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekkert sem bendi til þess að Sindri hafa notað skilríki til að komast úr landi.
Páll Winkel gaf þó annað í skyn í Kastljósi í gær þegar gengið var á hann.