fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íbúar í Vesturbænum búnir að fá nóg: „Þetta er alveg óþolandi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 10:21

Vesturbær Reykjavíkur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður hafa skapast í Facebook-hópi íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur vegna þess sem einhverjir kalla plágu. Umræðan snýst um mikinn fjölda Airbnb-íbúða í þessum rótgróna bæjarhluta og virðast margir vera búnir að fá sig fullsadda.

„Þarf ekki að fara sporna gegn þessari airbnb-starfsemi, sem er að verða algjör plága hér í Vesturbænum,“ segir málshefjandi umræðunnar, Sveinbjörn, þann 16. apríl síðastliðinn.

Eins og fyrr segir eru margir sem taka undir þetta, einhverjir segjast aldrei hafa orðið fyrir neinu ónæði en þó eru fleiri sem segjast hafa orðið fyrir talsverðu ónæði.

Vakin um miðjar nætur

„Jú. Ég hef orðið fyrir miklu ónæði, sérstaklega að vera vakin um miðjar nætur,“ segir kona, Brynhildur að nafni, sem búsett er í Vesturbænum og annar íbúi bendir á að hann sé búinn að  fá nóg af hljóðum í töskuhjólum um miðjar nætur.

„Hljóðið sem berst frá töskum sem eru dregnar eftir illa malbikuðum göngustígum getur alveg gert út af við mann, nótt sem nýtan dag! Svo ég minnist nú ekki á hljóðið sem kemur þegar töskurnar eru dregnar eftir hellulögðum göngustígum. Þetta er alveg óþolandi! Svo eru þessir ferðamenn símasandi, er ekki nóg að draga þessar töskur segi ég?“

Mikil aukning

Á dögunum var greint frá því að Airbnb væri orðið næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins. Þannig voru seldar 3,2 milljónir gistinótta í gegnum Airbnb hér á landi í fyrra. Árið 2017 voru seldar 11,6 milljónir gistinátta og inni í þeirri tölu eru einnig nætur á hótelum landsins. Á þessu sést að umfang Airbnb er mikið. Þá var greint frá því að tekjur leigusala í gegnum Airbnb á Íslandi hafi numið 19,4 milljörðum árið 2017 og að tíu tekjuhæstu leigusalarnir hafi velt um 1,3 milljörðum króna. Hefur umfang Airbnb farið vaxandi ár frá ári og virðast margir orðnir þreyttir á því að einskonar hótelrekstur sé inni í miðjum hverfum og jafnvel undir sama þaki.

Dró tilboðið til baka

Ef marka má umræðurnar í Facebook-hópi íbúa Vesturbæjar hafa margir áhyggjur af þróuninni. Vandamálið er þó ekki bara bundið við Vesturbæinn, langt því frá, því önnur hverfi hafa ekki farið varhluta af aukningunni. Einn bendir á að heilu stigagangarnir við Hringbraut séu undirlagðir fyrir þessa starfsemi. Það komi ekki á óvart að sumar borgir erlendis séu alvarlega að hugsa um að banna þetta með öllu.

Í umræðunum deilir ein kona reynslu sinni en hún kveðst hafa gert kauptilboð í íbúð í rótgrónu fjölskylduhúsi fyrir einu og hálfu ári síðan.

„Það var samþykkt og allir glaðir. Svo kom í ljós að á 3 mánuðum hafði húsið umturnast úr ljúfu fjölskyldusamfélagi og í airbnb-útgerð. Fasteignasalinn vissi ekki af þessu, enda hafði þetta gerst mjög hratt og íbúar vart náð að fylgjast með. Þetta þótti forsendubrestur og ég dró tilboðið til baka. Leiðindamál fyrir okkur og væntanlega fyrir seljendur líka. Við hefðum verið einu íbúarnir í húsinu fyrir utan airbnb-haldara. Ég kærði mig að minnsta kosti ekki um að bjóða krökkunum mínum að búa á hóteli.“

„Þetta verður að stöðva“

Þá deila aðrir íbúar reynslu sinni og segja að það sé engu líkara en að þeir búi á gistiheimili. „Sífelldur erill um sameign og mikil truflun um kvöld og nætur. Gerandinn sinnir hvorki undirskriftalista frá öllum íbúum þar sem þetta er bannað né lýsingum af óþægindum sem við verðum fyrir. Þetta verður að stöðva. Eftir að hafa upplifað svona „massatúrisma“ í íbúð fyrir ofan mig á Birkimelnum og að auki í risherbergi – myndi ég aldrei kaupa íbúð í húsi þar sem skammtímaleiga er leyfð. Það er alltof mikið rætt um skatta og leyfi en ekki þá skerðingu á lífsgæðum sem aðrir íbúar verða fyrir. Burt með deilihagkerfiskapítalismann sem svífst einskis!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli