fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Já, við erum Norðurlandabúar

Egill Helgason
Föstudaginn 16. mars 2018 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlit yfir siðvenjur Skandínava sýnir að við Íslendingar erum ekki svo ólíkir Norðurlandaþjóðunum þótt við þykjumst stundum vera það. Við pössum eiginlega inn í öll hólfin sem eru nefnd í þessari umfjöllun sem birtist á vefnum Scandikitchen.

Þarna er til dæmis nefnt hið einkennilega, og nokkuð svona lífsafneitunarlega, áhald ostaskerarann. Það hefur mikla útbreiðslu á Norðurlöndunum en þekkist ekki víða annars staðar. Með ostaskeraranum er hægt að skera örþunnar sneiðar af osti, ólíkt hinum nautnalegu ostbitum sem t.d. Frakkar skera með hníf.

Það er nefnt að Norðurlandabúar þoli ekki kulda og skrúfi því ofna í botn. Við þekkjum það vel á Íslandi.

Þá er það sá siður að fara úr skónum og skilja þá eftir frammi í gangi. Að lýsa því yfir upphátt í vitna viðurvist að maður sé að fara að pissa –kannast einhver við það?

Innréttingar eru nefndar, hvítar og berar, þar sem er búið að fjarlægja alla hluti sem gætu talist vera óþarfi. Við þetta bætist endalaus notkun á kertum, einkum svokölluðum sprittkertum, heilu herbergin eru fyllt með þeim.

Kaffivélar sem eru sífellt í notkun og brugga sterkt kaffi 18 tíma á sólarhring. Brauð með osti og sultu. Kósíkvöld á föstudögum með flögum. Laugardagsnammi – mikið magn af því.

Útivistarfatnaður á laugardögum. Evróvisjón í maí. Að ógleymdum saltlakkrís.

Ég kveiki samt ekki á taco-átinu sem þarna er lýst. En kannski tíðkast það á öðrum heimilum? Norðmenn voru lengi með verstu matargerð í heimi, jafnvel verri en Íslendingar. Þjóðarréttur þeirra var um tíma kjötbúðingur sem kallaðist karbónaði. Það væri svosem eftir öðru að þeir hefðu lagst í tacoið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti