Hér erum við komin út í eitthvað sem manni finnst vera vísindaskáldskapur. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur staðfest að erfðaefni geimfara sem heitir Scott Kelly hafi breyst eftir dvöl hans í geimnum fyrir tveimur árum. Það mun vera 7 prósent af erfðaefninu sem hefur tekið breytingum. Kelly dvaldi eitt ár í geimnum.
Scott Kelly á tvíburabróður sem heitir Mark. Eineggja tvíburar eru með sama DNA. En nú eru Scott og bróðir hans ekki lengur með eins erfðaefni.
Eins og segir á vef CNN. Þetta eru hlutir sem þarf að rannsaka áður en menn fara í lengri geimferðir, eins og til dæmis til Mars, en áætlað er að slík ferð gæti tekið þrjú ár.